Stjórnvöld níðast á öldruðum!

Um áramótin 2016/2017 tóku gildi ný lög um almannatryggingar.Smáræðis hækkun varð þá á lífeyri aldraðra og 0ryrkja.Til dæmis hækkaði lífeyrir  aldraðra sem voru í hjónabandi eða sambúð þá um 12 þúsund kr.á mánuði eftir skatt,þ.e.hjá þeim,sem eingöngu höfðu tekjur frá almannatryggingum.En samhliða var húsnæðisstuðningur við aldraða minnkaður þannig, að þessir eldri borgarar stóðu ekkert betur á eftir en áður,jafnvel verr.Um síðustu áramót endurtók þessi saga sig. Ellert B.Schram formaður Félags eldri borgara í Reykjavík segir frá því í grein í Fréttblaðinu í gær,að um síðustu áramót hafi komið til framkvæmda örlítil hækkun á lífeyri aldraðra. Ríkið hafi haft þann hátt á að láta eldri borgara greiða hækkunina úr eigin vasa.Þessi tvö dæmi leiða í ljós,að stjórnvöld eru stöðugt að níðast á eldri borgurum.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband