Ríkisstjórn Katrínar hefur ekki hækkað lífeyri aldraðra um eina krónu!

 

 
 
Ríkisstjórn Sigurðar Inga og Bjarna Ben lækkaði frítekjumark vegna .atvinnutekna aldraðra úr 109 þúsund kr á mánuðu í 25 þúsun kr á mánuði um áramótin 2016/2017.Ákvað það áður en hún fór frá..Þeir Sigurður Ingi og Bjarni eru báðir í núverandi stjórn ásamt Katrínu Jakobsdóttur.Þeir þykjast vera að gera mikið góðverk með því að skila að hluta til því sem þeir tóku um áramótin 2016/2017!.En það átti aldrei að skerða þetta frítekjumark og í Noegi mega aldraðir vinna eins og þeir vilja án skerðingar.
Stjórnvöld hér verða að átta sig á því að það eru ekki almennar kjarabætur til aldraðra að auka frítekjumark vegna atvinnutekna; skila aftur því,sem áður hafði verið tekið.Núverandi ríkisstjórn hefur engar almennar kjarabætur veitt öldruðum og öryrkjum.Sú hungurlús,sem lífeyrir hækkaði um 1.janúar sl(4,7%) var ákveðin af fyrri ríkisstjórn.Það hefur engin almenn hækkun lífeyris átt sér stað fyrir tilstilli núverandi ríkisstjórnar.Lægsta lífeyri aldraðra og öryrkja er haldið við fátæktarmörk.Ríkisstjórn Katrínar ætlar að athuga í vor hvort unnt er að gera eitthvað fyrir þessa hópa og aðra sem verst eru staddir!!Það er alltof seint.Það á að gera það strax.að þolir enga bið.
 
Björgvin Guðmundsson
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband