Skv.kosningaloforði VG átti að bæta kjör aldraðra með hækkun ellilífeyris.Hefur ekki gerst.

 

Skv.kosningaloforði VG átti að bæta kjör aldraðra með hækkun  ellilífeyris.Einnig lofaði VG að sjá til þess að lífeyrir aldraðra væri ekki niður við fátæktarmörk. Hvort tveggja hefur verið svikið.Þessi kosningaloforð eru ekki þess eðlis,að unnt sé að slá efndum þeirra a frest. Þau á að efna strax. Eins og ég hef bent á hefur ríkisstjórn VG ekki hækkað ellilífeyri um eina krónu.Það litla sem lífeyrir hækkaði um 1.jan sl var ákveðið af fyrri ríkisstjórn. Var minni hækkun en hækkun lágmarkslauna. Lífeyrir aldraðra er niður við fátæktarmörk (204 þús eftir skatt hjá giftum öldruðum) (1100 þús á mánuði fyrir skatt hjá þingmönnum).Það er ekki verið að efna það loforð VG að lyfta lífeyrinum vel upp fyrir fátæktarmörk.Til hvers fór VG í þessa ríkisstjórn?

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband