300 þús á mánuði reyndist blekking!!

 

Þegar verkalýðshreyfingin fór fram á að laun fyrir skatt hækkuðu í 300 þúskr á mánuði (2018) fór Landssamband eldri borgara fram á það sama fyrir aldraða.Við afgreiðslu á nýju lögum um almannatryggingar 2016/2017 lýsti ríkisstjórn Sigurðar Inga og Bjarna Ben því yfir,að lífeyrir aldraðra og öryrkja mundi hækka í 300 þúsund 1.jan 2018.En hverjar eru  efndirnar:Aðeins 29% öryrkja fær 300 þús á mánuði fyrir . skatt,þ.e. þeir sem búa einir. Hinir fá aðeins 239 þúsund.Enn færri meðal aldraðra fá 300 þúsund fyrir skatt eða 15-20%.Hinir fá aðeins 239 þús.Auk þess er á að líta,að skatturinn á eftir að hirða af því,sem fæst fyrir skatt tæp 20%.Það er því lítið eftir fyrir húsnæðiskostnaði og öllum útgjöldum.

Hækkun lífeyris í 300  þúsund á mánuði hefur reynst blekking.Stjórnarherrarnr eru búnir að flagga þessari "hækkun" mikið.En í raun er það svo að aðeins hluti lífeyrisþega hefur fengið 300 þús og það fremur lítill hluti.Er ekki tímabært að hætta blekkingarleik og veita öldruðum og öryrkjum raunhæfar kjarabætur?

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband