Hvers vegna fór VG í þessa ríkisstjórn? Kemur engu fram fyrir þá verst stöddu!

Þegar Björt framtíð ákvað að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn benti ég á, að það væri varasamt fyrir lítinn flokk með gerólíka stefnu  miðað við hina flokkana að fara í samstarf við þá; raunar ekki gerlegt nema að setja alveg ákveðin skilyrði fyrirfram, sem mundu tryggja framgang einhverra mála. En Björt framtíð var grandalaus og fór í samstarf við íhaldið án þess að setja nokkur skilyrði.Flokkurinn fékk engu framgengt af sínum stefnumálum.Og því fór sem fór.Björt framtíð þurrkaðist út á þingi.Það þýðir ekki að treysta á góðmennsku hjá íhaldinu.En þó stutt sé umliðið frá því þetta gerðist ætlar VG að brenna sig á nákvæmlega þessu sama. VG fer í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn án þess að setja nokkur skilyrði.Flokkurinn fær engu framgengt af velferðarmálum en þau mál hafa verið helstu áherslumál VG.Ég er ekki  að spá því að VG þurrkist út á þingi eins og  Björt framtíð en flokkurinn getur tapað miklu fylgi,  ef hann fær engu framgengt af sínum stefnumálum.Það er að vísu alltaf talsverður hópur kjósenda sem hrífst af því  að VG sé með forsætisáðherrann. En sú hrifning varir ekki lengi  ef það leiðir aðeins til þess að Katrín Jakobsdóttir geti ekið um í fallegum bíl en fái engum stefnumálum framgengt!

Í stefnuskrá VG fyrir síðustu kosningar stóð að hækka ætti lífeyri aldraðra og öryrkja og tryggja, að sá lífeyrir færi ekki ekki niður að fátæktarmörkum.Ríkisstjórn VG hefur ekki hækkað lífeyri um eina krónu.Lífeyrir aldraðra og öryrkja er niður við  fátæktarmörk. Þeir sem hafa eingöngu lífeyri frá almannatryggingum hafa aðeins 204 þús kr eftir skatt,giftir og í sambúð eða 243 þúsund eftir skatt,einstaklingar.Þetta er við fátæktarmörk.Og því er hér verið að ganga gegn stefnu VG eins og hún birtist kjósendum fyrir kosningar. Hvað kallast þetta. Þegar íhald og framsókn kom svona fram í kosningum voru það kölluð svik á kosningaloforðum.Og það eru líka svikin kosningaloforð þó VG eigi í hlut.

Katrín Jakobsdóttir formaður VG og nú forsætisráðherra var spurð að því á alþingi, hvort ríkisstjórnin ætlaði að gera eitthvað fyrir þá í þjóðfélaginu ,sem verst stæðu,sem minnst mættu sín. Hún svaraði, að það yrði athugað í vor!! Þetta er furðulegt svar.Hvernig getur formaður VG og forsætisráðherra  sagt, að athuga eigi í vor hvort unnt sé að aðstoða þá, sem lifa við fátæktarmörk, þ.e. þá sem ekki geta framfleytt sér.Þetta er forkastanlegt svar.Og furðulegt,  að formaður stjórnmálaflokks,sem vill kallast róttækur vinstri flokkur, skuli svara á þennan hátt. Það hefði vakið minni undrun, ef formaður íhaldsflokks hefði svarað svona. Þessi spurning vaknar: Hvers vegna fór VG í þessa ríkisstjórn,ef það var ekki til þess að koma fram neinum stefnumálum til hagsbóta ,fyrir þá, sem verst standa og þurfa sannanlega kjarabætur?Var það aðeins til þess að komast í ráðherrastólana; aðeins fyrir hégómann?

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband