Katrín svarar ekki Ellert!

Ellert B.Schram formaður Félags eldri borgara í Reykjavík skrifaði Katrínu Jakobsdóttur,forsætisráðherra bréf og fór fram á,að kjör þeirra eldri borgara,sem verst væru staddir yrðu lagfærð.Ellert undrast,að Katrín hafi ekki svarað bréfinu.Ég skrifaði Katrínu einnig bréf og fór fram á,að kjör þeirra aldraðra og öryrkja,sem lægstan lífeyri hefðu,yrðu lagfærð.Ég rökstuddi erindi mitt og nefndi kjör þessa fólks eins og þau eru í dag og sýndi fram á,að engin leið væri að lifa af þeim.Katrín svaraði ekki bréfinu.Ég var ekki hissa.Ég er aðeins óbreyttur borgari í dag,eftirlaunamaður,eldri borgari og Katrín svarar ekki slíku fólki.Ég hefði frekar átt von á,að hún mundi svara Ellert.En hún gerir það ekki heldur.Það er vegna þess að hún ætlar ekki að leysa þetta mál, sem borið er fram. Hún ætlar að athuga það í vor!! Sjálfstæðisflokkurinn er á móti því að leysa þennan brýna vanda strax. Sá flokkur vill bíða og sjá hvað gerist í kjaramálum á almennum vinnumarkaði.En ef aldraður eða öryrki getur ekki framfleytt sér í dag hvers vegna á hann þá að bíða eftir að sjá hvað gerist á almennum vinnumarkaði.Menn þurfa að borða Í DAG. Og menn þurfa að fara til læknis í dag,og leysa út lyf í dag.VG ætti að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn ráða ferðinni og ákveða að þetta brýna mál verði leyst strax. Og það þarf enga nefnd í málið.Það þarf framkvæmdir strax.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband