Álit starfshóps um kjararáð getur skapað óróa á vinnumarkaði!

Það er misskilningur hjá Katrínu Jabobsdóttur forsætisráðherra,að álit starfshóps um kjararáð stuðli að ró á vinnumarkaði og skapi vinnufrið! Starfshópurinn lagðist gegn því,að óhóflegar launahækkanir stjórnmálamanna,dómara og æðstu embættismanna yrðu afturkallaðar eða skertar.En þessar miklu hækkanir voru í tilvikum greiddar 18 mánuði til baka.ASÍ hafði gert kröfu til þess að þetta yrði afturkallað að fullu eða að hluta til,ef nást ætti friður á vinnumarkaði. Vissir þingmenn tóku undir þetta.Kjararáð ákvað 2016,að laun þingmanna skyldu hækka um 44,3% og verða 1,1 milljón á mánuði fyrir utan aukagreiðslur.Laun forsætisráðherra voru Þá hækkuð í  2.021.825kr.  fyrir utan aukagreiðslur og laun annarra ráðherra hækkuð í 1.826.273 kr fyrir utan aukagreiðslur.Laun aðstoðarmanna ráðherra voru hækkuð í 1,2 millj. á mánuði.Laun forseta Íslands voru hækkuð 2.985.000 kr.Dómarar hækkuðu einnig mikið svo og biskup. -Þetta gerðist á sama tíma og lægstu laun í landinu hækkuðu mjög lítið og lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði aðeins um 12.000 kr. á mánuði eftir skatt!

Starfshópurinn um kjararáð leggur til,að þingmenn,ráðherrar og dómarar verði áfram undir kjararáði en það eru einmitt þeir hópar,sem fengið hafa mestu hækkanirnar samkvæmt úrskurði kjararáðs.Slík vinnubrögð varðandi hækkanir þessara hópa geta því haldið áfram.Starfshópurinn leggur til,að aðrir hópar verði teknir undan kjararáði og samið verði um kjör þeirra eða þau ákveðin af ráðherra. Það er engin trygging fyrir því,að slík breyting tryggi hóflegri launahækkanir en áður.Áhrifa kjararáðs mun gæta lengi og þeir hópar,sem áfram verða undir kjararáði geta haft áhrif á þá aðila sem teknir verða undan kjararáði.

Grófasta yfirlýsing starfshópsins er sú fullyrðing,að hækkanir kjararáðs,upp í 64% hækkun launa sé í samræmi við almenna launaþróun!ASÍ hefur komist að allt annarri niðurstöðu enda hefði engin óánægja verið með störf kjararáðs, ef úrskurðir þess hefðu verið í samræmi við launaþróun.Starfshópurinn segir,að almenn þróun launa hafi náð upp í 48% hækkun.Starfshópurinn kallar mun á milli 48% og 64% ekki merkjanlegan mun!Almennur launamaður  telur það mikinn mun.Þetta álit skapar engan frið.Það getur skapað ófrið þegar það bætist við bruðl og óráðsíu þingsins,sem hefur verið að koma í ljós undanfarna daga.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband