Morgunblaðið tekur upp málefni eldri borgara

Morgunblaðið hefur í dag tekið upp málefni eldri borgara. Á forsíðu blaðsins er frétt undir fyrirsögninni: Eldri borgarar bíða réttlætis.Og á 4.síðu blaðsins eru tvær fréttir um málefni eldri borgara:Lítil virðing borin fyrir eldri kynslóðinni.Viðtal við 73 ja ára eldri borgara,sem þarf að búa heima hjá syni sínum vegna þess hve lífeyrir hennar frá TR og úr lífeyrissjóði er lágur.Og fram kemur,að hún fær enga heimilisuppbót af því hún býr hjá syni sínum.Á síðunni er önnur frétt um viðureign Félags eldri borgara í Rvk við forsætisráðherra.Þar kemur fram,að formaður félagsins hafi skrifað forsætisráðherra og óskað eftir starfshóp um bág kjör aldraðra.Lengi vel svaraði forsætisráðherra ekki bréfi Ellerts ekki fremur en bréfi frá mér upp úr áramótum.En loks svaraði hún og ætlar fyrir náð og miskunn að hitta Ellert sennilega til að tilkynna honum að skipaður verði starfshópur og þá getur málið mallað í starfshóp til vorsins en það var einmitt það sem Katrín hafði tilkynnt áður,að hún ætlaði að athuga málið í vor.Réttlætið á að bíða til vors!.
Ég var formaður kjaranefndar Félags eldri borgara í tæp 10 ár.Ég sendi forsætisráðherra opið bréf í byrjun ársins um nauðsyn þess að bæta kjör þeirra aldraðra,sem verst væru staddir.Aðstoðarmaður forsætisráðherra kvittaði fyrir móttöku bréfsins en engin viðbrögð komu frá ráðherranum Hún þurfti ekki að svara.Vonandi tekur Katrín Jakobsdóttir meira mark á Morgunblaðinu.Ég fagna því að Morgunblaðið taki málefni aldraðra fyrir.Það leiðir í ljós,að blaðinu rennur til rifja hve bág kjör aldraðra eru.Ég tek ofan fyrir Morgunblaðinu.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband