VG heldur Sjálfstæðisflokknum við völd!

 

 
Fyrir réttum tveimur árum gerði Félag eldri borgara í Rvk ályktun um að bæta þyrfti kjör lægst launuðu eldri borgara strax.Ekkert gerðist. Það sat þá að völdum íhaldsstjórn,ríkisstjórn tveggja íhaldsflokka,Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.Sú stjórn gerði ekkert í þessu brýna máli.Íhaldsstjórnin missti meirihluta sinn á alþingi.En samt eru báðir þessir íhaldsflokkar enn við völd.Flokkur,sem stofnaður var sem sósialistiskur vinstri flokkur,VG,kom þeim til hjálpar.VG vildi heldur halda þessum tveimur hægri flokkum við völd en mynda félagshyggjustjórn.Það,sem var þó enn verra var það,að VG fór í þessa stjórn án þess að setja nokkur skilyrði.Flokkurinn samdi ekki um, framgang neinna velferðarmála,ekki um úrbætur í málefnum aldraðra og öryrkja,engin önnur hefðbundin velferðarmál.VG virðist eingöngu hafa farið í ríkisstjórnina fyrir hégómann,fyrir ráðherrastóla og há laun.- Þetta er sorglegt.Og þetta eru svik við kjósendur.Kjósendur sviptu Sjálfstæðisflokki og Framsókn meirihlutanum en VG færði þeim hann á ný! Miðað við framferði Sjálfstæðisflokksins í síðustu stjórn,aðild að spillingarmálum hefði sá flokkur einmitt átt að fá frí frá stjórnarstörfum .En VG kom í veg fyrir það og leiddi Sjálfstæðisflokkinn og raunar einnig Framsókn til valda á ný!
 
Björgvin Guðmundsson
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband