Bætum kjör þeirra,sem verst standa,strax!

Ég hef mest rætt um kjör þeirra aldraðra og öryrkja,sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum,þ.e. hafa engan eða mjög  lélegan lífeyrissjóð.Þessi hópur hefur það verst.Ríkisstjórnin skammtar honum svo naum kjör, að engin leið er að lifa af þeim.Það verður því að sleppa einhverjum útgjaldaliðum.Oftast verður læknishjálp útundan, stundum lyf og í einstaka tilfellum er ekki nóg fyrir mat.Það  er því ljóst, að það er verið að brjóta mannréttindi á þessu fólki.Þeir, sem vegna slysa,veikinda,örorku eða elli geta ekki framfleytt sér eiga rétt á aðstoð frá hinu opinbera.Þetta eru stjórnarskrárbundin réttindi. .Þar stendur , að  aðstoða  eigi  framangreinda aðila, ef þarf. Það er einnig bundið í lög og stjórnarskrá, ekki eigi að mismuna þegnunum; ekki má mismuna öldruðum miðað við aðra þegna þjóðfélagsins.Samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra á að meðhöndla fatlaða( öryrkja) eins og þá sem ófatlaðir eru.Og Ísland hefur samþykkt þennan sáttmála.Það er kominn tími til,að Ísland fari eftir lögum og stjórnarskrá og virði alþjóðasamninga, sem  þjóðin hefur samþykkt.

 VG veldur   vonbrigðum

.Vonir stóðu til,að ríkisstjórn undir forustu Vintri grænna  mundi leiðrétta kjör þessa hóps sem verst stendur.En því miður svo hefur ekki orðið.Ríkisstjórnin hefur ekki hækkað lífeyrinn um eina krónu.. Það litla sem lífeyrir hækkaði um 1.janúar 2018 var ákveðið af ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins.Það er ekki unnt að slá því á frest að leysa þetta brýna vandamál. Það verður að gera það straxLeiðrétta verður verstu kjörin nú þegar.

 

Leiðrétting þolir enga bið

Það þolir enga bið að leiðrétta kjör þeirra,sem verst standa, þ.e. þeirra,sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum.Í dag hafa þeir,sem eru giftir og í sambúð meðal þeirra 204 þúsund kr. eftir skatt.Allir sjá,að engin leið er að lifa af þeirri fjárhæð.Einhleypir hafa 243 þús kr eftir skatt.Það eru heldur engin ósköp 

Lífeyrissjóðirnir áttu að vera viðbót við almannatryggingar 

 Þeir sem hafa lélegan lífeyrissjóð,til dæmis, 50 þúsund úr lífeyrissjóði á mánuði eða minna eru lítið betur settir en þeir, sem hafa engan lífeyrissjóð.En skerðingar á lífeyri almannatrygginga vegna greiðslna úr lífeyrissjóði eru gróf svik við eldri borgara.Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var því lýst yfir, að lífeyrissjóðirnir ættu að vera  viðbót við almannatryggingar. Alþýðusamband Íslands gaf út yfirlýsingu 1969 þess efnis, að lífeyrissjóðirnir ættu að vera viðbót við lífeyri almanntrygginga.Íslenskt launafólk fór að greiða í lífeyrissjóði á þessum forsendum,í trausti þess að lífeyrir úr lífeyrissjóðum yrði hrein viðbót við lífeyri almannatrygginga. En þetta hefur verið svikið.Skerðing á lífeyri almannatrygginga er svo mikil vegna greiðslna úr lífeyrissjóði  að það er eins og tæpur helmingur lífeyris lífeyrissjóðanna hafi verið gerður upptækur!Ríkið hefur ekki farið inn í lífeyrissjóðina og hrifsað peningana þar en útkoman er sú sama. Ríkið tekur hlut af lífeyri aldraðra hjá Tryggingastofnun ,þ.e. hjá þeim, sem fá greiðslur úr lífeyrissjóði.Þessar gripdeildir verður að stöðva og það þarf að stöðva þær strax.Eldri borgarar hafa greitt alla sína starfsævi í lífeyrissjóð og þeir eiga þann lífeyri,sem þar hefur safnast upp.Ríkisstjórnin má ekki skerða hann.Dr. Haukur Arnþórsson segir,að það sé verið að skerða lífeyri aldraðra um 35 milljarða  með skerðingu tryggingalífeyris vegna lífeyrissjóðanna..Aldraðir vilja fá þessa peninga.Þeir krefjast þess,að skerðingin verði stöðvuð og eldri borgarar fái greidda skuldina.

 

Tímabært að setja eldri borgara í fyrsta sæti

Stjórnvöld hafa brugðist eldri borgurum.Þau hafa níðst á þeim í kjaramálum; skilið eldri borgara eftir,þegar allir aðrir hafa fengið miklar kjarabætur.Eldri borgarar hafa fengið hungurlús í hækkun lífeyris þegar laun og hlunnindi annarra hafa stórhækkað. Aldraðir og öryrkjar þurftu að taka á sig mikla kjaraskerðingu í bankahruninu og kreppunni i kjölfarið. Aðrir,sem tóki á sig kjaraskerðingu í kreppunni hafa flestir fengið leiðléttingu en aldraðir og öryrkjar ekki. Það er því tímabært að hér verði breyting á. Setjum eldri borgara í fyrsta sæti.

Mbl. 21.feb 2018 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband