VG ekki lengur sósalistiskur vinstri flokkur! Líkari borgaraflokki!

Hvernig flokkur er VG ( Vinstri grænir).Fyrir hvað stendur flokkurinn? Flokkurinn hefur gefið sig út fyrir að vera launþegaflokkur og velferðarflokkur.Það þýðir að bæta eigi kjör launþega,aldraðra og öryrkja og þeirra,sem minna mega sín.Hvernig hefur það tekist? Það hefur tekist þannig,að VG hefur tekið upp stefnu Sjálfstæðisflokksins í launþegamálum,launamálum.Í stjórnarsáttmálanum er vísað í miklar launahækkanir undanfarnna ára sem dregið hafi úr samkeppnishæfni atvinnulífsins,orðalag beint frá Sjálfstæðisflokknum.Í velferðarmálum hefur ekkert verið gert.Lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur ekki af ríkisstjórninni verið hækkaður um eina krónu.Þeir,sem verst eru staddir,aldraðir og öryrkjar og aðrir eiga að bíða til vors.Þá fyrst verða mál þeirra athuguð! VG segist vera umhverfisvænn flokkur.Það er sennilega eina stefnumálið,sem flokkurinn stendur við. Flokkurinn hefur gefið sig út fyrir að vera róttækur sósialistaflokkur.Það er orðið rangnefni.VG berst ekki lengur fyrir neinum sósialisma.Í rauninni eru Vinstri grænir orðnir borgaralegur flokkur,sem hugsar fyrst og fremst um að bæta kjör yfirstéttarinnar.Það er vel hugsað um launakjör alþingismanna og ráðherra ,æðstu embættismanna og dómara.Þingmenn fengu 350 þúsund kr kauphækkun 2016 og hækkuðu í 1,1 milljón.Ráðherrar hækkuðu í 1,8 milljón á mánuði, forsætisráherra í rúmar 2 millj kr.Biskup í 1.5 millj. Æðstu embættismenn fengu gífurlegar hækkanir og allt að 18 mánuðum til baka.Aukagreiðslur þingmanna hækka laun þeirra um hundruð þúsunda,hjá sumum um 5-600 þúsund á mán. Um þetta (ofurkjör) stendur VG vörð á sama tíma og ekki er unnt að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um eina krónu.Og lífeyrir aldraðra og öryrkja er rúmar 200 þús,á mánuði eftir skatt!!Launum lægst launaða verkafólks er einnig haldið niðri!

  • Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband