ASÍ telur forsendur kjarasamninga brostnar

 

Forsendur kjarasamninga eru brostnar að mati ASÍ en samkvæmt ákvæði í samningunum koma þeir til endurskoðunar fyrir lok þessa mánaðar.

Það er mat ASÍ, að óbreyttu, að forsendur um að launastefna kjarasamninganna hafi verið stefnumarkandi hafi ekki gengið eftir. Því er heimild til uppsagnar þeirra fyrir lok febrúar enn í gildi.

Vegna þessarar stöðu hefur miðstjórn ASÍ ákveðið að boða til formannafundar aðildarfélaga ASÍ miðvikudaginn 28. febrúar þar sem farið verður yfir málið og ákvörðun tekin um viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar.

Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu ASÍ er mikil óvissa enn um það hvort samningum verði sagt upp. Mikil ólga er þó innan verkalýðshreyfingarinnar.Óánægja er mest hjá VR og verkalýðsfélögunum á Húsavík og á Akranesi en einnig kemur óánægja fram í framboði til formanns í Eflingu en þar er boðið fram gegn lista stjórnar og trúnaðarmannaráðs.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband