Ríkisstjórn Katrínar reynir að halda launum og lífeyri niðri.Það er stefna Sjálfstæðisflokksins

Í stefnuskrá Vinstri grænna stendur eftirfarandi: Umtalsverð hækkun lægstu launa á að vera forgangsverkefni í kjarasamningagerð næstu ára  og hækkun bóta elli- og örorkulífeyris á að fylgja slíkum hækkunum.VG settist í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn og samþykkti stefnu Sjálfstæðisflokksins í kjaramálum,sem gengur í berhögg við framangreinda stefnu.Andres Ingi Jónsson þingmaður VG sagði,þegar hann sá stefnu ríkisstjórnarinnar í kjaramálum eins og hún birtist í stjórnarsáttmálanum,að hann hefði haldið,að þessi stefna hefði verið samin í Viðskiptaráði! Svo mikill hægri svipur var á þessaru stefnu að mati Andrésar.Þingmaðurinn, Andrés Ingi Jónsson greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokknum.
 
Stefna ríkisstjórnarinnar í kjaramálum segir,að miklar hækkanir hafi orðið á launum að undanförnu og gefið er til kynna,að ekki sé svigrúm fyrir frekari hækkanir.Umtalsverð hækkun lægstu launa eins og er í stefnu VG er ekki í stefnu ríkisstjórnarinnar.VG samdi þá stefnu af sér. Það er alvarlegt mál bæði vegna bágra kjara lægst launaða verkafólks og vegns þess að VG og fleiri flokkar hafa hnýtt kjör aldraðra og öryrkja við kjör lægst launaða verkafólks. Það þýðir að ef lægstu laun hækka ekki umtalsvert þá hækklar lífeyrir ekki umtalsvert.Takist ríkisstjórn Katrínar að halda lægstu launum niðri tekst stjórninni að halda lífeyri aldraðra og öryrkja niðri. Þetta er stefna Sjálfstæðisflokksins og þetta eru Vinstri grænir að hjálpa Sjálfstæðisflokknum að framkvæmda.Það er aumt hlutskipti VG.
 
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband