EKKI STARFSHÓP HELDUR AÐGERÐIR STRAX!

Ríkisstjórn Katrínar hefur ákveðið að skipa starfshóp til þess að fjalla um lífeyri aldraðra og öryrkja og stöðu annarra,sem verst eru staddir.það þarf engan starfshóp til þess að fjalla um þetta mál.Það þarf aðgerðir og það þarf aðgerðir strax; það þarf aðgerðir strax í næstu viku.Eins og ég hef margbent á og sent Katrínu opið bréf um,er engin leið að lifa af lægsta lífeyri aldraðra og öryrkja.Það þarf því að hækka þennan lífeyri strax en ekki að tefja málið í starfshóp.Það er miklu betra að ákveða hækkun í áföngum en að fresta öllum hækkunum til vors.Ef hækkun lífeyris væri skipt í tvennt væri lágmarkshækkun i fyrsta áfanga 50 þús kr eftir skatt.Það er algert lágmark.Þessi hækkun þarf að koma til framkvæmda strax í næstu viku.ÞAÐ MÁ EKKI FRESTA RÉTTLÆTINU,sagði Katrín og ég er sammála því

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband