Heilbrigðiskerfið:Engin niðurgreiðsla á sýklalyfjum!

Íslendingar gortuðu lengi af því,að þeir væru með frábært heilbrigðiskerfi.Þeir geta það ekki lengur,þar eð heilbrigðiskerfð hér er allt að grotna niður.Eitt af því, sem vekur furðu margra,  er það,að sjúkratryggingar greiða ekkert í syklalyfjum.Þetta er mjög undarlegt,þar eð barnafólk þarf mikið á þessum lyfjum að halda  vegna barfnanna svo og eldri borgarar.Núna er til dæmis mikill flensufaraldur og margir hafa verð lagðir inn á Landspítalann með slæma flensu,berkjubólgu og jafnvel lungnabólku.Sýklalyf kostar í kringum 3000 kr,einn "kúr".Sjúkratryggingar borga ekki krónu í því.Eftir hverju fara eiginlega þessir spekingar,sem ákveða hvaða lyf eigi að niðurgreiða og hver ekki?Það er ljóst,að þeir taka ekki tillit til barnafólks og eldri borgara.Það þarf að bæta úr þessu; taka upp niðurgreiðslur á sýklalyfjum.Það mundi koma barnafólki og eldri borgurum vel.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband