Ferðaglaður forsætisráðherra!

Skýrt var frá því í fréttum í gær,að Sigurður Ingi væri starfandi forsætisráðherra.Það var vegna þess,að Katrín Jakobsdóttir,forsætisráðherra,var farin öðru sinni til Parísar til þess að hitta aðalframkvæmdastjóra Unesco.Þetta var að mínu mati algerlega óþörf ferð.Það hefði mátt láta sendiherra okkar í París hitta aðalframkvæmdastjórann; til þess eru sendiherrarnir.Katrín er búin að vera stuttan tíma í embætti.En á þessum tíma hefur hún afrekað það að fara til Berlínar að hitta Merkel kanslara og fjalla þar um 100 ára afmæli fullveldis Íslands og hún hefur farið tvær ferðir til Parísar.Hún hefur meiri áhuga á þessum utanferðum en að leysa vanda þeirra aldraðra og öryrkja,sem ekki hafa fyrir brýnustu útgjöldum.Fyrst á hún að leysa vanda þeirra, sem minnst mega sína áður en hún ferðast í allar áttir  til útlanda. Ein utanferð forsætisráðherra kostar skattgreiðendur meira en heil mánaðarlaun lægst launuðu aldraðra. Giftur aldraður,sem einungis hefur lífeyri frá almannatryggingum fær aðeins 204 þúsund á mánuði eftir skatt fyrir öllum útgjöldum.Einhleypur fær 243 þúsund kr eftir skatt. Luxusferð ráðherrans til Parísar eða Berlínar kostar meira.Bíll sendiherrans biður á flugvellinum eftir ráðherra og skilar honum til baka og það eru ómæld úgjöld í kringum algerlega óþarfa Parísarferð.Forsætisráðherra á fyrst að leysa aðkallandi vandamál þeirra,sem lægst hafa launin innan lands áður en hún ræðst á viðfangsefni erlendis.Og vandamálin innan lands á ekki að mínu mati að setja í starfshópa. Það eru nægilega margir starfmenn í forsætisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti til þess að leysa málin.Og í forsætisráðuneyti eru tveir aðstoðarmenn ráðherra,sennilega einnig í félagsmálaráðuneyti.Það er því  tímabært að gera eitthvað;að leysa aðkallandi mál.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hún treystir Gulla ekki í þetta. Svo er örugglega gaman að baða sig í sviðsljósinu í útlöndum.

Jón Ingi Cæsarsson, 28.3.2018 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband