Á að nota afnám krónu móti krónu skerðingar sem skiptimynt gegn samþykkt starfsgetumats?

 Forsvarsmenn ÖBÍ hafa átt fundi með félags- og jafnréttismálaráðherra og borið fram  við hann ,að krónu moti krónu skerðing öryrkjja í kerfi TR verði afnumið.  Hann hefur lýst því yfir að ekki sé hægt að afnema „króna á móti krónu“ skerðingu fyrr en breytingar verði gerðar á almannatryggingakerfinu og nýtt starfsgetumat líti dagsins ljós. Þessu er ÖBÍ ósammála. Það hvernig fólk er metið til örorku og hvernig greiðslu lífeyris vegna örorku er háttað sé sitt hvor hluturinn.Ég er sammála því.Ég trúi því tæpast,að VG leggi blessun sína yfir það,að Öryrkjabandalagið sé kúgað " til hlíðni" í þessu máli.En það er engu líkara en svo sé.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband