VG samdi um aðild að íhaldsstjórn án skilyrða!

Það er ekki nýtt í alþjóðlegri hreyfingu sósialdemokrata og sósialista, að rætt sé um samstarf við borgaralega  flokka. Þetta var umdeilt á árum áður og kallað ráðherrasósialismi.En það er nýtt að gengið sé í slíkt samstarf án skilyrða.  það gerðist hjá VG í lok nóvember 2017.VG gekk til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn án þess að semja um nokkur stefnumál; lét sér nægja 3 ráðherrastóla.

Þegar Alþýðuflokkur og Sósialistaflokkur mynduðu stjórn með Sjálfstæðisflokknum 1944,nýsköpunarstjórnina,voru sett ströng skilyrði fyrir samstarfinu. Alþýðuflokkurinn setti það skilyrði,að stofnaðar yrðu almannatryggingar.Þegar viðreisnarstjórnin var mynduð 1959 setti Alþýðuflokkurinn á ný ströng skilyrði fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn,skilyrði um mikla eflingu almannatrygginga,fjölskyldubóta.En þegar VG myndaði stjórn með Sjálfstæðisflokknum setti flokkurinn engin skilyrði um eflingu velferðarkerfis.Það eina,sem flokkurinn hefur fengið fram eru einhverjar ráðstafanir í loftslagsmálum; allir eru sammmála  um þær.VG fær þvi engar kjarabætur fram fyrir aldraða,öryrkja eða hina lægst launuðu.Sennilega er reynsluleysi forustumanna flokksins um að kenna,að samið hefur verið svona illa. Því verður varla trúað,að ætlun flokksins hafi verið sú ein að fá ráðherrastóla í stjórn með íhaldinu.En það blasir við.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband