Lægst launuðu eldri borgurum haldið við fátæktarmörk!

 

Eldri borgari kom að máli við mig og lýsti kjörum sínum.Hann er einhleypur.Hann hefur einungs lífeyri frá almannatryggingum.Hann fær 243 þúsund á mánuði eftir skatt.Hann greiðir 150 þúsund kr á mánuði í húsnæðiskostnað.Þá eru aðeins 93 þúsund eftir fyrir öllum öðrum útgjöldum,mat,hreinlætisvörum,fatnaði,síma,sjónvarpi,samgöngu-kostnaði,lækniskostnaði,lyfjum ofl.Ekkert er til fyrir gjöfum barnabarna og ekkert fyrir leikhúsum eða tónleikum eða annarri afþreyingu.Og ekkert til fyrir kostnaði við tölvu.Ljóst er,að þetta eru ekki mannsæmandi lífskjör.Sá,sem hefur svona léleg lífskjör hefur ekki fullt aðgengi að samfélaginu.Með því að skammta þessum eldri borgara svona lélegan lífeyri eru stjórnvöld að koma í veg fyrir,að umræddur einstaklingur geti tekið eðlilegan þátt í samfélaginu.Það er ekki einu sinni víst,að hann eigi fyrir lyfjum og læknishjálp.Það er verið að brjóta mannréttindi á þessum einstaklingi.Það er verið að brjóta stjórnarsrkrána á honum.-Honum er haldið við fátæktarmörk. Á sama tíma og þetta gerist taka þingmenn og ráðherrar sér ótæpileg laun,þingmenn 1,1 milljón á mánuði fyrir skatt og ráðherrar 1,8 milljón á mánuði fyrir skatt.Aukagreiðslur þingmanna eru svo miklar,að þær gera miklu meira en að greiða skatt þingmanna og það sama er að segja um ráðherra.Hjá þeim eru aukagreiðslur og hlunnindi miklum meiri en hjá þingmönnum.Það eru þessir aðilar,þingmenn og ráðherrar,sem eiga að sjá til þess að eldri borgarar og öryrkjar hafi mannsæmandi laun.Þeir hafa brugðist í því hlutverki.Eftir að þeir hafa tekið sér sjálfir þessi luxuslaun hafa þeir samt ekki "skilning" á því að bæta kjör lægst launuðu aldraðra og öryrkja.Ríkisstjórn Katrínar Jabobsdóttur hefur setið í 4 1/2 mánuð en á þeim tíma hefur engin tillaga komið fram um að leiðrétta kjör þessara verst stæðu aldraðra og öryrkja.Miðað við kosningaloforð Vinstri grænna hefði það átt að vera forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar.En svo er ekki.

Björgvin Guðmundsson

 

 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband