Líkar ekki,að Bjarni (Sjálfstæðisflokkurinn) stjórni ferðinni í ríkisstjórninni!

Mér líkar ekki,að Bjarni stjórni ferðinni í stjórnarsamstarfinu með Katrínu og Sigurði Inga,sagði traustur VG maður til margra ára,þegar ég spurði hann hvernig honum líkaði stjórnarsamstarfið.Og það er eðlilegt.Það fer ekki á milli mála,að Bjarni ræður mestu í ríkisstjórninni enda þótt Vinstri grænir og Framsókn hafi fleiri þingmenn samanlagt en Sjálfstæðisflokkurinn.Vinstri grænir,sem hafa forsætisráðherrann ættu að ráða mestu og geta sett mark sitt á ríkisstjórnina.En svo er ekki.VG var velferðarflokkur,sem vildi bæta kjör aldraðra og öryrkja og láglaunafólks.Framsókn,sem fyrrverandi félagshyggjuflokkur hefði átt að geta stutt þessa stefnu í ríkisstjórninni.En það er eins og þessi stefna sé gleymd.Það er ekkert minnst á þá,sem minnst mega sín.Ef allt hefði verið með felldu og Vinstri græn og Framsókn hefðu beitt sér innan stjórnarinnar hefðu það verið forgangsmál þessarar ríkisstjórnar að bæta kjör aldraðra,öryrkja,þeirra lægst launuðu og fátækra barna.En það er ekki minnst á þau mál.Önnur mál,sem Bjarna eru hugleikin, sitja í fyrirrúmi.Það er eins og einhver vanmetakennd þjaki VG og Framsókn í stjórninni.Þessir flokkar virðast ekki þora að beita sér þó þeir hafi samanlagt fleiri þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn.Það virðist meira atriði fyrir VG og Framsókn að fá að vera í stjórninni en að koma einhverjum stefnumálum fram.Stólarnir skipta meira máli en stefnan.Hégóminn ræður.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband