Hvað er VG að gera í þessari ríkisstjórn? Er það aðeins fyrir hégómann?

Hvers vegna er VG í ríkisstjórn með tveimur íhaldsflokkum? Það er ekki til þess að koma fram neinum stefnumálum VG.Er það ef til vill aðeins fyrir hégómann?(til þess að fljúga um loftin blá og aka á fallegum bíl!) Í stefnuskrá VG fyrir siðustu kosningar stóð þetta: Bæta þarf kjör eldra fólks með því að hækka ellilífeyri.Fyrir atbeina ríkisstjórnarinnar hefur lífeyrir aldraðra ekki verið hækkaður um eina krónu.Ennfremur stóð í stefnunni: Horfið verði frá krónu móti krónu skerðingu á sérstakri framfærsluuppbót öryrkja.Ekki hefur verið hreyft við þeirri skerðingu.Þessi stefna brýtur öryrkja niður.Þetta er mannfjandsamleg stefna.Þetta er gróf kjaraskerðing.Þetta er mismunun gagnvart öldruðum en þessi skerðing var afnumin hjá þeim fyrir 15 1/2 mánuði,lofað afnámi um leið hjá öryrkjum en svikið og hefur verið svikið í 15 1/2 mánuð.Það leggur VG blessun sína yfir.- Í stefnu VG stendur:Ísland á að standa utan hernaðarbandalaga og beita sér fyrir pólitískum lausnum á átökum. En fyrir skömmu samþykkti stjórn VG loftárás í Sýrlandi.- VG samþykkir stefnu Sjálfstæðisflokksins í velferðarmálum og í utanrikismálum.Þess vegna spyr ég aftur: Hvað er VG að gera í þessari ríkisstjórn: Er VG þar aðeins fyrir hégómann?

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband