Almenningi ofbýður níðingsverkið gagnvart örykjum

Mikil viðbrögð voru við pistli,sem ég skrifaði á Facebook undir fyrirsögninni: Það ljótasta,sem ég hef séð í íslenskum stjórnmálum.Það leiðir i ljós,að almenningi stendur ekki á sama.Það er verið að níðast á þeim,sem minna mega sín,öryrkjum,sem orðið hafa fyrir alvarlegum veikindum eða slysum.Ríkisstjórn Sigurðar Inga,sem íhaldið sat í leyfði sér að svipta öryrkja á síðustu stundu 2016 kjarabótum,sem þeim hafði verið lofað eins og öldruðum.Ríkisstjórn Sigurðar Inga hætti við að afnema krónu móti krónu skerðingu hjá öryrkjum eins og hjá öldruðum.En síðan er alltaf verið að hvetja öryrkja til þess að vinna sem mest hvort sem þeir hafi heilsu til þess eða ekki.Ef öryrki reynir að vinna fyrir 50-60 þúsund kr er framfærsluuppbót hans upp á 56 þúsund kr umsvifalaust strikuð út.Þannig virkar krónu móti krónu skerðingin.Síðan er líka búið að strika út aldurstengda örorkuuppbót hjá öryrkjum.Það er álíka há uppbæð og framfærsluupbótin.Því var lofað að krónu móti krónu skerðingin yrði fljótlega afnumin.Það var svikið og þau svik standa enn (16 mánuðir)..Stjórnvöld eru önnum hafin við að taka af öryrkjum (og öldruðum) "kjarabætur" sem þeir hafa fengið áður,t.d. húsnæðisstuðning líka.Síðan koma flokksforingjar eins og Bjarni fram í sjónvarpi og berja sér á brjóst og segja að þeir hafi bætt kjör aldraðra og öryrkja einhver ósköp!!Jú þeir hafa hækkað lífeyrinn í 204 þús-243 þúsund eftir skatt  á mánuði og hækkað sjálfa sig í leiðinni í 1,8 milljón kr á mánuði fyrir skatt fyrir utan öll hlunnindi og aukasporslur,svo sem fría bíla og að mestu frí ferðalög.
Það sem ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks gerði gagnvart öryrkjum í árslok 2016 var hreint níðingsverk.En það furðulega er að "sósalistiski vinstri flokkurinn"(VG) heldur níðingsverkinu áfram.Ríkisstjórn Katrínar hefur ekki afnumið krónu móti krónu skerðiinguna hjá öryrkjum þó það standi skýrum stöfum í kosningastefnusdkrá flokksins fyrir síðustu kosningar að afnema eigi krónu móti krónu skerðinguna strax.Í stað þess að standa við kosningaloforðið og afnema skerðinguna strax gekk VG í lið með níðingsflokkunum og stendur nú að níðingsverkinu með íhaldi og framsókn.Ótrúlegt.
 
Björgvin Guðmundsson
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband