Mikil ólga í verkalýðshreyfingunni vegna sjálftöku auðstéttar í launamálum

 

 

Það sem einkenndi baráttufund verkaýðshreyfingarinnar í Reyjavik 1.mai var mikill baráttuhugur verkalýðsforingjanna,sem töluðu.Það kom skýrt fram,að það er mikil ólga innan verkalýðshreyfngarinnar og óánægja með sjálftöku yfirstéttarinnar i kjaramálum og að láglaunafólk skuli hafa verið skilið eftir i kjaramálum.Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR gagnrýndi þessa þróun harðlega i ræðu á Ingólfstorgi.Hann sagði,að verkafólk hefði ekkert gagn af háum prósentutölum hækkana þegar launin dygðu ekki til mannsæmandi lífs.Stjórnvöld taka allan ávinning bættra kjara til baka í versnandi kjörum á húsnæðismarkaði,minni vaxtabótum,minni barnabótum,minni húsnæðisstuðningi og óhagstæðri stefnu í skattamálum fyrr láglaunafólk.Ragnar Þór boðaði átök strax eftir áramót,ef stjórnvöld breyttu ekki um stefnu.Hann boðaði hörð skæruverkföll og sagði,að allsherjarverkföll heyrðu sögunni til.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband