MIKIL ÓLGA INNAN GRASRÓTAR VG!

 

Fréttablaðið segir þvert yfir forsíðu í dag í 4ra dálka fyrirsögn,að mikil ólga sé í grasrót VG vegna framlagningar flokksins á frumvarpi um að stórlækka veiðigjöldin þar á meðal hjá stórútgerðinni.Lilja Rafney Magnúsdóttiir þingmaður VG lagði frumvarpið fram og gekk þar með í ....verkin fyrir íhaldið en Kristján Þór Júlíusson úr Sjálfstæðisflokki er sjávarútvegsráðherra og var "stikk frí",horfði á.Rétt fyrir þingkosningar var Katrín Jakobsdóttir í forustusætinu hjá Sjónvarpinu og sagði þá ,að hækka ætti veiðigjöldin til þess að auka jöfnuð í þjóðfélaginu.Hún og Lilja Rafney eru að gera þveröfugt með veiðigjaldafrumvarpinu; þær eru að lækka veiðigjöldin og mest á stórútgerðinni svo sem Granda og Samherja.Varaforrmaðurr VG,Eðward Hákon Huijbens segir,að ólgan í grasrót VG sé meiri nú en þegar vantraust á dómsmálaráðherra var í umræðunni.Áreiðanlega hefur ólgan innan VG aukist í kjölrfar ófara VG í sveitarstjórnrkosningunum.VG tapaði miklu fylgi í þeim,einkum í Rvk en einnig í Hafnarfirði,Kópavogi og víðar. Það er einnig mikil óánægja með það,að VG hefur ekki komið neinum stefnumálum sínum fram: það er eins og íhaldið ráði öllu í ríkisstjórninni. VG hefur .t.d ekki hækkað lífeyri aldraðra og öryrkja um eina krónu enda þótt lægsti lífeyrir aldraðra og öryrkja sé við fátæktarmörk og engin leið að lifa af honum.Menn skilja ekki hvað VG er að gera í þessari ríkisstjórn; það er ekki fyrir þá,sem höllum fæti standa í þjóðfélaginu; það er ekki til þess að koma stefnumálum VG fram.Það virðist vera fyrir það eitt að fá stól forsætisráðherra.Það er fyrir hégómann!

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 
 
 
Skrifa ummæli...
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

































































































































 
  •  
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband