VG er að framkvæma stefnumál Sjálfstæðisflokksins!

Hér skulu nefnd nokkur mál,sem hafa verið stefnumál Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórn Katrínar hefur tekið upp og gert að sínum:

1. Krónu móti krónu skerðing hjá öryrkjum í kerfi almannatrygginga.Því var lofað að afnema þessa skerðingu um áramótin 2016/2017 við gildistöku nýrra laga um TR.Það var svikið en lofað að það yrði leiðrétt fljótlega. Ríkisstjórn Framsóknar og íhalds sveik þetta.Í stað þess að ríkisstjórn Katrínar mundi leiðrétta málið og afnema krónu móti krónu skerðinguna hjá öryrkjum viðheldur hún henni,þ.e. framkvæmir stefnu íhaldsins (og framsóknar).

2.Sjálfstæðisflokkurinn kom því inn í stjórnarsáttmálann,að ekki væri grundvöllur fyrir kauphækkunum vegna mikilla hækkana undanfarin misseri.Andrés Ingi Jónsson þingmaður VG sagði þegar hann sá þetta ákvæði,að hann hefði haldið að það hefði verið samið í Viðskiptaráði!

3.Sjálfstæðisflokkurinn hefur viljað lækka veiðigjöldin en Katrín Jakobsdóttir lýsti því yfir í forustusæti sjónvarpsins rétt fyrir síðustu þingkosningar ,að hækka ætti veiðigjöld til þess að auka jöfnuð í þjóðfélaginu.Nú flutti VG (Lilja Rafney Magnúsdóttur) frumvarp um mikla lækkun veiðigjalda,tæpa 3 milljarða( hefði fært Granda 200 millj kr lækkun).VG tók upp stefnu Sjálfstæðisflokksins í málinu.

4. VG sagði fyrir síðustu þingkosningar í stefnu sinni,að bæta ætti kjör aldraðra og öryrkja.Nú er það gleymt og stefna ihaldsins,sem ekki vill hækka lífeyri aldrara og öryrkja, hefur verið tekin upp.

 

Katrín Jakobsdóttir segir í viðtali við Fréttablaðið í dag,að hún sé ánægð með samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Hún nefnur m.a. sem ánægjuleg mál,ferðir til Frakklands og Þýzkalands.Já hégóminn skiptir miklu máli.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband