ASÍ vill,að þingmenn og ráðherrar lækki laun sín!

 

Alþingi hefur samþykkt að leggja niður kjararáð á miðju næsta ári..Enginn veit þó hvað á að taka við.Jón Þ.Ólafsson Pirati segir líklegast að alþingi sjálft mun ákveða laun þingmanna.Ekki taldi hann það betri kost.ASÍ hefur gagnrýnt ofurlaunastefnu kjararáðs harðlega. Gylfi Arnbjörnsson forseti sambandsins telur ekki nóg að leggja kjararáð niður.Hann segir,að þingmenn og ráðherrar verði að lækka laun sín.Hækkanir þeirra hafi verið langt umfram launaþróun.Þessar ofurhækkanir ógni stöðugleika á vinnumarkaði.Forsætisráðherra hækkaði um 64%,þingmenn um 45%,háttsettir embættismenn um 48% og 18 mánuði til baka.Dómarar og prestar fengu einnig miklar hækkanir og þannig má áfram telja., En aldraðir og öryrkjar fengu 9,7% hækkun,þegar framangreindar ofurhækkanir áttu sér stað.
:Það er blekkingarleikur að leggja kjararáð niður án þess að vinda ofan af þeim ofurhækkunum,sem kjararáð ákvað.Kjararáði var stjórnað af miðstjórnarmanni í Sjálfstæðisflokknum.Það gefur því auga leið,að Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft hönd í bagga með ofurlaunastefnu kjararáðs, Þetta er spilling á hæsta stigi.Formaður kjararáðs er líka formaður stjórnar Landsvirkjunar og lét hækka laun stjórnar Landsvirkjunar ríflega! Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn hefur útslitaáhrif í þjóðfélaginu breytist ekkert í þessum launamálum þó kjararáð sé lagt niður.Sjálfstæðisflokkurinn sér til þess að yfirstéttin fái áfram ofurlaun á sama tíma og láglaunafólk,aldraðir og öryrkjar fá sultarlaun.VG og Framsókn hjálpar Sjálfstæðisflokknum að framkvæma þessa stefnu.
 
Björgvin Guðmundsson
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband