Könnnun MMR:Piratar stærri en VG

 

 

Ný skoðanakönnun MMR um fylgi flokkanna var birt í gær.Samkvæmt henni eru Piratar stærri en VG (Vinstri græn) með 14% atkvæða en VG með 12,7%.Samfylking er með 15,1%,Framsókn með 9,5%,Viðreisn með 5,8%,Flokkur fólksins með 8,2% og Sjálfstæðisflokkur með 21,6%.
Hvers vegna er forustuflokkur ríkisstjórnarinnar með svona lítið fylgi,12,7% og minna en Píratar,sem eru nýr flokkur,sem margir hafa reynt að rakka niður.Það er vegna þess,að kjósendum VG finnst sem þeir hafi verið sviknir.VG kom fram í kosningunum 2017 sem róttækur vinstri flokkur en eftir kosningar gekk flokkuinn til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og leiddi þann flokk til valda á ný þrátt fyrir mikil hneykslismál sem Sjálfstæðisflokkurinn var viðriðinn bæði í síðistu ríkisstjórn og ríkisstjórninni þar á undan: Uppreist æru málið,trúnaðarbrest ,sem Sjálfstæðisflokkurinn reyndist sekur um í síðustu ríkisstjórn og aðild formanns flokksins að Panamaskjölum (skattaskjóli) í stjórninni þar á undan. Það var tækifæri til þess að hvíla Sjálfstæðisflokkinn frá stjórnarstörfum eftir síðustu kosningar en þá kom VG eins og frelsandi engill og leiddi Sjálfstæðisflokkinn til valda á ný.Meira að segja tók VG upp hanskann fyrir dómsmálaráðherrann,þegar borið var upp vantraust á hann en enginn flokkur hafði gagnrýnt dómsmálaráðherra meira en VG.Segja má,að VG hafi gefð kjósendum langt nef eftir kosningarnar 2017; m.a. hefur VG gefið öldruðum og öryrkjum langt nef.Þeir hafa algerlega "gleymst".

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband