Réttlætinu frestað í stjórnartíð Katrínar!

Í síðustu grein minni í Morgunblaðinu,"Lægsti lífeyrir við fátæktarmörk",lagði ég áherslu á að lífeyrir lægst launuðu aldraðra og öryrkja væri svo lágur að hann nægði ekki til framfærslu.Samt vildi ríkisstjórn Katrínar ekki hækka lífeyrinn til þess að hann dygði fyrir brýnustu útgjöldum.Ég sendi Katrínu forsætisráðherra opið bréf strax í byrjun janúar þessa árs,rúmlega mánuði eftir að stjórnin tók við.Í bréfinu útskýrði ég hvað þeir hefðu í lífeyri,sem eingöngu hefðu lífeyri frá almannatryggingum og engar aðrar tekjur.Þeir gætu ekki farið til læknis og ættu erfitt með að leysa út lyfin sín.Stundum í lok mánaðar ættu þeir ekki fyrir mat.Þetta hafa eldri borgarar tilkynnt Félagi eldri borgara í Rvk mjög oft.Þetta gerist í svokölluðu velferðarríki,sem Ísland vill kalla sig og ráðamenn dásama fyrir frábæra hagstjórn og fjármálastjórn!Ég fékk staðfestingu frá forsætisráðuneytinu á því að bréf mitt til Katrínar Jakobsdóttur hefði verið móttekið; taldi það öruggara ,þar eð hún er mikið í útlöndum að hitta erlenda ráðamenn og hefur lítinn tíma haft til þess að sinna málefnum aldraðra og öryrkja eða öðrum aðkallandi málum innan lands.Hins vegar hefur hún 3 aðstoðarráðherra,þannig að hún ætti að geta látið vinna þau verk fljótt og vel sem hún þarf að vinna. Ég hef bent á það áður,að það tekur ekki nema viku að semja frumvarp um hækkun lífeyris lægst launuðu eldri borgara og öryrkja,þ.e. ef vilji er fyrir hendi. En það er ekki vilji fyrir hendi til þess að leysa vanda þeirra sem eiga ekki fyrir framfærslu.Lausn á því er réttlæti,sem má fresta að áliti Katrínar Jakobsdóttur!Fyrir einu ári sagði hún hins vegar: Réttlætinu verður ekki frestað.Hvað hefur breyst?Er ekki jafn brýnt og áður að leysa vanda þeirra,sem verst standa strax? Eða er hégóminn mikilvægari i dag?

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband