Þorsteinn Víglundsson: Stjórnin hefur leikið afleik í kjaramálunum!

Fyrsti þáttur Silfursins eftir sumarleyfi var í gær.Rætt var um kjaramálin.Meðal viðmælenda var Þorsteinn Víglundsson,þingmaður Viðreisnar.Hann sagði,að ríkisstjórnin hefði leikið mikinn afleik með því að hlutast alltof mikið  til um kjarmálin vegna væntanlegra kjarasamninga.Skilin milli stjórnmála og kjaramála væru orðin óljós.Ríkisstjórnin væri farin að haga sér eins og hún væri beinn aðili að samningunum.En svo væri ekki.Það væru verkalýðsfélögin og vinnuveitendur,sem ættu að semja.Drífa forsetaframbjóðandi í  ASÍ var ekki alveg sammála Þorsteini.Hún taldi að öll kröfugerð í kjarasamningum í dag litaðist af aðgerðum stjórnvalda.Framkvæmdastjóri Eflingar Viðar Þorsteinsson taldi,að Samtök atvinnulífsins ættu meiri þátt í því en verkalýðsfélögin,að  ríkisvaldið væri í æ meiri mæli farið að gera sig gildandi í kjarasamningum.

 Verkalýðhreyfingin hefur ekki góða reynslu af afskiptum ríkisvaldsins af kjasasamningum.Segja má,að ríkisvaldið hafi eyðilagt árangurinn af síðustu almennu kjarasamningum. Ráðstafanir ríkisstjórnar í skattamálum gögnuðust ekki þeim lægst launuðu;þær voru hins vegar í hag hátekjumönnum.Aður hafði   vaxtabótakerfið  verið eyðilagt og barnabætur stórlega skertar.Vegna þessa hafa  umsamdar launahækkanir  ekki nýtst þeim lægst launuðu.Eins gott er,að verklýðshreyfingin sé á varðbergi,ef ríkisvaldið ætlar að endurtaka sama leikinn aftur i þessu efni eins og allt bendir til.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband