Tillaga um lögfestingu samnings Sţ um réttindi fatlađs fólks

Ágúst Ólafur Ágústsson ţingmađur Samfylkingarinnar er fyrsti flutningsmađur ţingsályktunartillögu um lögfestingu samnings Sameinuđu ţjóđanna um réttindi fatlađs fólks.Tillagan hljóđar svo:Alţingi ályktar ađ fela ríkisstjórninni ađ undirbúa lögfestingu samnings Sameinuđu ţjóđanna um réttindi fatlađs fólks.

Frumvarp, sem feli í sér lögfestingu samningsins og ađlögun íslenskra laga ađ honum, verđi lagt fram á Alţingi međ ţađ ađ markmiđi ađ samningurinn verđi lögfestur eigi síđar en 13. desember 2019.

 Í greinargerđ segir m.a.:

    Samningur Sameinuđu ţjóđanna um réttindi fatlađs fólks er alţjóđasamningur sem felur í sér skyldur ađildarríkja til ţess ađ tryggja réttindi fatlađs fólks. Íslensk stjórnvöld undirrituđu samninginn án fyrirvara 30. mars 2007 ásamt valfrjálsri bókun. Í október 2016 var samningurinn síđan fullgiltur fyrir Íslands hönd. 
    Allsherjarţing Sameinuđu ţjóđanna samţykkti ályktun 13. desember 2006 um samning Sameinuđu ţjóđanna um réttindi fatlađs fólks. Samningurinn er alţjóđasamningur sem felur í sér skyldur ađildarríkja til ţess ađ tryggja mannréttindi fatlađs fólks. 
    Segja má ađ fatlađ fólk sé fjölmennasti minnihlutahópur heims og er áćtlađ ađ um 650– 800 milljónir manna séu međ einhvers konar fötlun. Fatlađ fólk er hins vegar mjög margbreytilegur hópur fólks. Mikilvćgt er ađ hafa ţađ í huga ţegar unniđ er ađ réttindamálum fatlađs fólks. 
    Ţá er mjög mikilvćgt og skylt samkvćmt samningi Sameinuđu ţjóđanna ađ tryggja víđtćkt og virkt samráđ.
 

   Markmiđ samningsins eru ađ „efla, verja og tryggja full og jöfn mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlađ fólk til jafns viđ ađra, jafnframt ţví ađ efla og vinna ađ virđingu fyrir eđlislćgri mannlegri reisn ţess“. 

    Mikilvćgustu skilabođ samningsins eru ađ fatlađir einstaklingar eigi fullan rétt á öllum viđurkenndum mannréttindum til jafns viđ ađra og ađ ţeir eigi ađ fá ađ njóta sjálfstćđs lífs og einstaklingsfrelsis til jafns viđ ađra. Til ađ svo megi verđa er í samningnum lögđ sérstök áhersla á tćkifćri fatlađs fólks til fullrar ţátttöku á öllum sviđum mannlífs og samfélags og spjótum beint ađ venjum og siđum, stađlađri ímynd, fordómum, skađlegri framkvćmd, einangrun og útilokun sem tengist fötluđu fólki. 
    Samningurinn er mjög öflugt tćki í baráttunni fyrir fullum mannréttindum fatlađs fólks. Mikilvćgasta verkefniđ er ţó enn og verđur áfram ađ tryggja öllu fötluđu fólki í verki öll ţau réttindi sem mćlt er fyrir um í samningnum. 
    Ţá er ítrekađ ađ samstarf og samráđ viđ fatlađ fólk, réttinda- og hagsmunasamtök ţess, persónulega talsmenn og sérfrćđinga í málaflokknum er nauđsynlegt til ţess ađ hćgt sé ađ gera markvissar og viđeigandi breytingar og ráđstafanir í allri stefnumótun og áćtlanagerđ, reglusetningu og framkvćmd. 

Fullgilding samningsins dugir ekki. 
    Íslensk stjórnvöld undirrituđu samninginn án fyrirvara 30. mars 2007 ásamt valkvćđum viđauka viđ hann. Samkvćmt íslenskri réttarskipan felur undirritun alţjóđasamninga í sér ađ stjórnvöld telji samningsgerđinni lokiđ og ađ íslensk stjórnvöld, sem ađili samningaviđrćđna, geri ekki athugasemdir viđ samningsniđurstöđuna ađ öđru leyti en fram kemur í fyrirvörum viđ undirritun. Undirritun samnings hefur hins vegar ekki í för međ sér ađ íslensk stjórnvöld séu skuldbundin til ţess ađ efna samninginn en í undirritun felst hins vegar yfirlýsing um vilja til ţess. 
    Hinn 20. september 2016 var samningurinn fullgiltur fyrir Íslands hönd í samrćmi viđ ályktun Alţingis nr. 61/145 en fullgilding á mannréttindasamningi í framkvćmd hefur stuđst viđ 21. gr. stjórnarskrárinnar og er leitađ eftir samţykki Alţingis fyrir slíku. Samţykkis er aflađ međ ţingsályktun um ađ Alţingi veiti ríkisstjórninni heimild til ţess ađ fullgilda viđkomandi samning. Ađ ţví búnu er fullgildingarskjal undirritađ og sent til ađalframkvćmdastjóra Sameinuđu ţjóđanna. Samningurinn tekur síđan formlega gildi ađ ţví er Ísland varđar ađ liđnum ákveđnum tíma frá móttöku skjalsins. 
    Fullgilding samningsins er mikilvćgur áfangi í ađ tryggja fötluđu fólki mannréttindi og tćkifćri sem flestu ófötluđu fólki ţykja sjálfsögđ. Međ fullgildingu samningsins skuldbinda íslensk stjórnvöld sig til ađ tryggja fötluđu fólki öll ţau lágmarksréttindi sem samningurinn mćlir fyrir um auk ţess ađ gera ţćr breytingar á íslenskri löggjöf, reglum, stjórnsýsluframkvćmd og ţjónustu sem nauđsynlegar eru til ađ tryggja ađ ákvćđi samningsins verđi uppfyllt. 
    Ţótt íslensk stjórnvöld séu međ fullgildingu skuldbundin til ađ tryggja fötluđu fólki ţau réttindi sem samningurinn mćlir fyrir um er sú skuldbinding ađeins samkvćmt ţjóđarétti. Vegna tvíeđliskenningarinnar sem lögđ er til grundvallar í lagatúlkun hér á landi ţarf ađ lögfesta alţjóđlega samninga ef ţeir eiga ađ hafa bein réttaráhrif hér á landi. Ţví er samkvćmt íslenskri réttarskipan ekki hćgt ađ beita samningnum međ beinum hćtti fyrir íslenskum dómstólum, eins og hćgt er ađ gera međ almenn lög, nema hann hafi veriđ lögfestur. 
    Samkvćmt íslenskri stjórnskipun fćr ţjóđréttarsamningur ekki lagagildi nema löggjafarvaldiđ grípi til sérstakra ađgerđa til viđbótar viđ fullgildinguna, ţ.e. veiti samningnum lagagildi. Hafi samningur ţannig einungis veriđ fullgiltur en íslensk lög stangast á viđ einhver ákvćđi hans víkja ákvćđi samningsins. Rétt er ţó ađ taka fram ađ samkvćmt íslenskum rétti ber dómstólum og öđrum úrskurđarađilum ađ líta til ţjóđréttarlegra skuldbindinga íslenska ríkisins viđ túlkun laga. Afleiđing vegna beins áreksturs laga og skuldbindinga samkvćmt fjölţjóđlegum samningi kann hins vegar ađ vera sú ađ íslenska ríkiđ hafi brotiđ gegn ţeirri ţjóđréttarlegu skyldu sem stofnađist viđ fullgildingu samningsins. Getur íslenska ríkiđ ţá hlotiđ ađfinnslur og ábendingar frá fjölţjóđlegum eftirlitsađilum sem mćlt er fyrir um í slíkum samningum ađ skuli hafa eftirlit međ ţví hvernig ađildarríki uppfylla ţá. 
    Íslenskur doktorsnemi í lögfrćđi viđ Harvard-háskóla, Kári Hólmar Ragnarsson, sagđi nýlega í Úlfljóti, tímariti laganema viđ Háskóla Íslands, ađ nýjustu dómar Hćstaréttar bentu til ţess ađ dómstóllinn vćri „gríđarlega tregur“ til ţess ađ fjalla um félagsleg réttindi og ađ stađa ţeirra fyrir íslenskum dómstólum vćri veik og vernd ţeirra hefđi hrakađ á allra síđustu árum. Í 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar segir ađ öllum, sem ţess ţurfa, skuli tryggđur í lögum réttur til ađstođar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgđar og sambćrilegra atvika. 
    Í grein sinni rekur Kári Hólmar ađ Hćstiréttur hafi ađeins einu sinni fallist á málsástćđu á grundvelli ákvćđisins, en ţađ var í hinum svonefnda Öryrkjabandalagsdómi áriđ 2000. Ţá komst rétturinn ađ ţeirri niđurstöđu ađ lög frá Alţingi, sem fólu í sér skerđingu örorkubóta vegna tekna maka, brytu í bága viđ umrćtt ákvćđi stjórnarskrárinnar. Kári segir ađ í kjölfar dómsins hafi veriđ höfđ uppi stór orđ um ađ túlkun dómstóla á ákvćđum sem varđa félagsleg réttindi gćti leitt af sér stórvćgilegar breytingar á stjórnskipuninni. Sá spádómur hafi hins vegar ekki rćst. „Ţótt fjöldi mála ţar sem ákvćđinu er boriđ viđ hafi aukist á síđustu árum, ţá hefur Hćstiréttur hafnađ öllum kröfunum. Í ýmsum tilvikum hefur Hćstiréttur ekki einu sinni tekiđ afstöđu til ákvćđisins, ţótt ţví sé boriđ viđ,“ segir hann. Hérađsdómur hefur einu sinni fallist á málsástćđu á grundvelli 76. greinarinnar, áriđ 2015, en í ţeim dómi var taliđ ađ óheimilt hefđi veriđ ađ synja sjón- og heyrnarskertri konu um endurgjaldslausa táknmálstúlkun á grundvelli fjárskorts. Slík synjun var talin brjóta í bága viđ rétt konunnar til ađstođar samkvćmt 76. greininni. Dóminum var ekki áfrýjađ. 
    Kári sagđi í samtali viđ Vísi í júní áriđ 2017 ađ ekki vćri samrćmi milli dóma ađ ţví er varđađi ađferđir og mćlikvarđa viđ mat á ţví hvort brotiđ hefđi veriđ gegn 76. greininni: „Nýjustu dómar Hćstaréttar benda til ţess ađ rétturinn sé gríđarlega tregur til ţess ađ fjalla efnislega um félagsleg réttindi og gefa í skyn ađ grundvallarálitaefni á ţessu sviđi, til dćmis um fjárhćđ örorkulífeyris, falli nćr alfariđ utan valdsviđs dómstóla. Ţannig hefur Hćstiréttur í raun skipađ fjárstjórnarvaldi löggjafans ofar stjórnskipulegum réttindum.“ 
    Ţrátt fyrir ţau jákvćđu áhrif sem fullgilding samningsins hefur haft í för međ sér telja flutningsmenn ţessarar tillögu nauđsynlegt ađ ganga skrefinu lengra. Ţess vegna er hér ályktađ um lögfestingu samningsins eigi síđar en 13. desember 2019 en ţá verđa 13 ár liđin frá ţví ađ hann var samţykktur á vettvangi Sameinuđu ţjóđanna. Samhliđa lögfestingu samningsins skal ađlögun íslenskra laga ađ ákvćđum samningsins einnig lokiđ ţá. 
    Íslensk stjórnvöld hafa einungis lögfest örfáa alţjóđasamninga og má ţar nefna barnasáttmála Sameinuđu ţjóđanna (2013), mannréttindasáttmála Evrópu (1994) og EES-samninginn (1993). 

Ţverpólitísk samstađa. 
    Ţó nokkrir ţingmenn hafa beitt sér fyrir auknu vćgi samningsins sem og ađlögun íslenskra laga ađ samningnum. Nú síđast lagđi Ţórhildur Sunna Ćvarsdóttir alţingismađur fram ţingsályktunartillögu um ađ fela forseta Alţingis ađ skipa sérnefnd ţingmanna sem hefđi ţađ hlutverk ađ hefja heildarendurskođun lögrćđislaga, nr. 71/1997, en auk heildarendurskođunar á lögunum yrđi sérstaklega litiđ til ákvćđa samnings Sameinuđu ţjóđanna um réttindi fatlađs fólks. Mikilvćgt er ađ umrćtt ţingmál nái fram ađ ganga. 
    Einnig ber ađ geta ţess ađ ţingsályktunartillaga um fullgildingu samningsins var lögđ fram áriđ 2016 undir forystu Kristjáns L. Möllers, en međflutningsmenn voru úr mörgum stjórnmálaflokkum. Velferđarnefnd undir forystu Sigríđar Ingibjargar Ingadóttur formanns og Páls Vals Björnssonar framsögumanns afgreiddi máliđ um fullgildinguna međ skýrslu skv. 31. gr. laga um ţingsköp Alţingis. 
    Loks ber ađ geta ţess ađ félags- og jafnréttismálaráđherra lagđi fram stefnu og framkvćmdaáćtlun í málefnum fatlađs fólks fyrir árin 2017–2021 á 146. löggjafarţingi 2016– 2017. Ţar kom m.a. fram ađ kynna bćri mun betur samninginn um réttindi fatlađs fólks ásamt fjölmörgum ađgerđum í ţágu fatlađs fólks. Samkvćmt ţessari áćtlun ber ađ innleiđa samning Sameinuđu ţjóđanna um réttindi fatlađs fólks í alla lagaumgjörđ og framkvćmd en eftir stendur ţó lögfestingin sjálf sem hefur, eins og fyrr var lýst, mikla efnislega ţýđingu varđandi beitingu samningsákvćđanna og ţar međ fyrir réttarstöđu og réttaröryggi fatlađs fólks međ tilliti til mannréttinda sem samningnum er ćtlađ ađ tryggja ađ ţađ njóti. 
    Flutningsmenn eru vongóđir um ađ ţverpólitísk samstađa myndist um ađ stíga skrefiđ til fulls og ađ samningurinn verđi lögfestur. 

Lögfesting barnasáttmálans sem fyrirmynd. 
    Samningur Sameinuđu ţjóđanna um réttindi barnsins (barnasáttmálinn) var lögfestur áriđ 2013 en fyrsti flutningsmađur ţessarar tillögu lagđi fram ţingsályktunartillögu um ađ lögfesta bćri barnasáttmálann og var hún samţykkt á Alţingi áriđ 2009. Ţađ var gert til ađ tryggja enn betur en gert var međ fullgildingu samningsins ţau réttindi sem samningurinn mćlir fyrir um. 

 

Björgvin Guđmundsson
    


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband