Lífeyri haldið niðri 2015, lífeyri haldið niðri nú!

 

Árið 2015 urðu miklar launahækkanir á almennum vinnumarkaði.Laun hækkuðu strax 2015 um 14,5,5% (lágmarkslaun) til 40%.En lífeyrir hækkaði aðeins um 3% á því ári.Það var brot á lögum,þar eð samkvæmt þeim á hækkun lífeyris að taka mið af launaþróun.Eftir því var ekki farið 2015.Framsókn og Sjálfstæðisflokkur voru þá í stjórn.-Nú er verið að leika sama leikinn aftur gegn öldruðum og öryrkjum.Laun eru búin að hækka upp úr öllu valdi hjá þingmönnum,ráðherrum,embættismönnum,forstjórum o.fl og rætt er um 14% hækkun lágmarkslauna nú strax en yfir 40 % hækkun lægstu launa á 3 árum. Á sama tíma er sett í fjárlagafrumvarpið 3,4% hækkun lífeyris um næstu áramót,sem þýðir 1200 kr raunhækkun á mánuði eftir skatt miðað við 2,7% verðbólgu (nú spáð enn meiri verðbólgu).Framsókn og Sjálfstæðisflokkur eru enn í stjórn en hafa nú fengið VG (vinstri græna) til liðs við sig.Það hefði mátt ætla,að þá yrði hagsmuna aldraðra og öryrkja betur gætt en það er nú öðru nær.VG hefur haft forsætisráðherrann í 10 1/2 mánuð en samt hefur lífeyrir á þeim tíma ekki verið hækkaður um eina krónu að frumkvæði VG.Það er nákvæmlega sama afstaða til aldraðra og öryrkja eins og þegar Framsókn og íhald voru ein í stjórn: Að halda lífeyri niðri,að níðast á öldruðum og öryrkjum!Lægst launuðu aldraðir og öryrkjar hafa ekki nóg til hnífs og skeiðar!

 Björgvin Guðmundsson
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband