LÍFEYRIR VIÐ FÁTÆKTARMÖRK

 
 
Fyrir alþingiskosningarnar 2017 gáfu Vinstri grænir (VG) það kosningaloforð ,að lífeyrir aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum ætti að hækka.Nú hefur flokkurinn verið tæpa 11 mánuði við völd ( í stjórnarforustu) en samt hefur lífeyrir ekki verið hækkaður um eina krónu fyrir frumkvæði VG.Auk þess hefur það bætst við,að 8000 undirskriftir með kröfu um hærri lífeyri hafa verið afhentar alþingi. En allt hefur komið fyrir ekki. VG eða ríkisstjórnin hefur ekki hreyft sig í þessu máli.Ef til vill halda einhverjir að meiri tíma þurfi til þess að framkvæma mál sem þetta.En svo er ekki. Ef vilji er fyrir hendi er unnt að samþykkja hækkun lífeyris á alþingi á einum degi.Það sást best á dögunum,þegar lög um laxeldi á Vestfjörðum voru samþykkt á alþingi á einum degi vegna þess að peningaöfl Sjálfstæðisflokkins kröfust þess.Málið rakst á við umhverfissjónarmið VG en umhverfisráðherra VG varð að beygja sig í duftið til þess að peningaöfl Sjálfstæðisflokksins næðu fram vilja sínum.VG vildi ekki setja stjórnarsamstarfið í hættu; ekki mátti fórna hégómanum, þess vegna beygði VG sig fyrir Sjálfstæðisflokknum í málinu.En Sjálfstæðisflokkurinn þarf ekki að beygja sig fyrir sjónarmiðum VG í málefnum aldraðra,öryrkja og láglaunafólks.Eða hafa þessi sjónarmið VG gufað upp. -Það þarf að afgreiða strax,á einum degi ef þarf,hækkun lægsta lífeyris til þess að sá lífeyrir dugi vel fyrir öllum framfærslukostnaði og enginn þurfi að líða skort.
 
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband