Aðild VG að stjórninni: DÝRKEYPTUR HÉGÓMI!

 

 

Hvers vegna er "róttæki sósialistaflokkurinn" í þessari ríkisstjórn með íhaldi og framsókn? Ekki er það til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja? Þau hafa ekki verið bætt um eina krónu á fyrsta ári stjórnarinnar! Ekki er það til þess að bæta kjör láglaunafólks. Stefnan er sú að halda launum láglaunafólks niðri á þeim forsendum að ekki sé svigrúm til launahækkana. Og ekki hefur verið gert neitt til þess að útrýma fátækt barna. Það er sama hvar borið er niður.Ekkert er gert í málum þeirra,sem minnst mega sína.Það virðist vera að það eina sem skipti máli sé hégóminn,þ.e. eftirsókn í "gæði" sem fylgja ráðherrastólunum,þ.e. fallegir ráðherrabílar,mikil hlunnindi og ferðir til útlanda um loftin blá. Þetta er allt hégómi. En það er dýrkeyptur hégómi, þar eð á meðan hann er í fyrirrúmi þá er ekki unnt að vinna að hagmunum þeirra,sem, minna mega sín í þjóðfélaginu. Áður en núverandi stjórn var mynduð var möguleiki að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum, vegna aðildar flokksins að spillingarmálum.En þá kom formaður róttæka sósialistaflokksins eins og frelsandi engill og leiddi Sjálfstæðisflokkinn og formann hans áfram til valda.Þess vegna er staðan eins og hún er.Þetta er dýrkeyptur hégómi.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

VG er á hraðri leið með að rústa heilbrigðiskerfinu og Sjálfstæðismenn horfa glaðhlakkalegir á hamfarirnar og bíða með ofvæni eftir næsta Landsfundi. 

Júlíus Valsson, 24.11.2018 kl. 14:46

2 Smámynd: Hrossabrestur

Ætli sé um svo margt að velja fyrir VG, þeir eru sennilega ekki búnir að gleyma kattasmöluninni.

Hrossabrestur, 24.11.2018 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband