Stöðva á allt ofbeldi og taka á því,einnig gagnvart öryrkjum!

Háværar raddir eru uppi um það,að taka þurfi á því ofbeldi,sem þingmennirnir,sem voru drukknir á Klausturbar beittu gagnvart öðrum þingmönnum.Ég tek undir það.En ekki er síður ástæða til þess að taka á því ofbeldi,sem stjórnvöld beita öryrkja í krónu móti krónu skerðingar málinu.Það ofbeldi hefur nú staðið í 23 mánuði og ekkert lát er á því.Þetta er ofbeldi stjórnvalda (ríkisstjórnar) gagnvart öryrkjum.Það hófst nokkru fyrir áramótrin 2016/2017 þegar ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks tilkynnti Öryrkjabandalaginu,að hætt væri við að afnema krónu móti krónu skerðingu gagnvart öryrkjum þó haldið væri við að afnerma þessa skerðingyu gagnvart öldruðum (vegna þess að öryrkjar vildu ekki samþykkja starfsgetumat).Þessi vinnubrögð voru ekkert annað en ofbeldi og kúgun.En þau hafa haldist í 23 mánuði án tillits til hvaða ríkisstjórn hefur verið við völd.Og þetta ofbeldi helst enn enda þótt "róttæki sósialistaflokkur KJ" sé í stjórn og ef eitthver breyting er þá hafa skrúfurnar verið hertar. Þegar Þuríður Harpa Sigurðardóttir var kosin formaður Öbi kom hún í viðtal á Hringbraut sjónvarpsstöð.Þar upplýsti hún að stjórnvöld vildu láta öryrkja fá kjarabætur sem skiptimynt fyrir annað (starfsgetumat) Þar með upplýsti hún að stjórnvöld væru að beita Öbi ofbeldi! Og í ræðu sem Þuríður Harpa flutti á Austurvelli 1.desember á fullveldisafmælinu talaði hún tæpitungulaust um,að stjórnvöld væru að beita öryrkja ofbelfi og kúgun!! Þetta er stóralvarlegt mál og það þarf hugrekki til þess að upplýsa slíkt á opinberum vettvangi- Ekki er unnt að láta þessi vinnubrögð,þetta ofbeldi kyrrt liggja lengur. Það verður að taka á því.Þetta er mannréttindabrot og ef til vill líka hegningarlagabrot.Þetta eru eins konar viðskipti.Það er sagt við öryrkja: Ef þið samþykkið starfsgetumat fáið þið afnám krónu móti krónu skerðingar.Annars ekki. Þetta er kaupskapur.,Hrossakaup. Ég tel þetta kolólöglegt.- Mikið er talað um það núna að þingmennirnir á Klausturbar hafi beitt aðra þingmenn ofbeldi t.d. gagnvart Albertínu,þingmanni Samfylkingar og gagnvart Lilju Alfreðsdóttur ráðherra Framsóknar..Og ég er sammála því og það þarf að taka á því. En það þarf líka að taka á ofbeldi ríkisstjórnarinnar gagnvart öryrkjum.Það dugar ekki að loka augunum fyrir því lengur.

Björgvin Guðmundsson

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

  1.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband