Aldraðir og öryrkjar sniðgengnir á alþingi!

Fjárlög fyrir árið 2019 hafa verið afgreidd.Þar kemur vel fram hver forgangsröð ríkisstjórnarinnar er:Lægst launuðu aldraðir og öryrkjar eru algerlega sniðgengnir.Þeir hafa ekki fengið eina krónu í hækkun á árinu 2018 frá ríkisstjórninni og þeir fá ekki eina krónu í raunhækkun árið 2019.Hins vegar fá útgerðarmenn 4 milljarða í jólagjöf frá ríkisstjórninni til þess að þeir geti haldið áfram að fjárfesta í öðrum atvinnugreinum; þeir eru að hagnast óeðlilega m.a. vegna þess að þeir greiða ekki eðlilegt afgjald fyrir afnotin af sameiginlegri auðlind þjóðarinar.
Samfylkingin,Ágúst Ólafur Ágústsson,flutti mjög róttæka breytingatillögu við fjárlögin í fjárlaganefnd;lögðu til,að framlag til aldraðra hækkaði um 4 milljarða og framlag til reksturs hjúkrunarheimila yrði stórhækkað í samræmi við óskir Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Þessar tillögur voru felldar af stjórnarflokkunum; engu líkara en þeir séu á móti öldruðum og öryrkjum-Á sama tíma og ríkisstjórnin heldur lífeyri aldraðra og öryrkja niðri við fátæktarmörk eykst bruðlið á alþingi stöðugt.Framlög til stjórnmálaflokkanna voru hækkuð mikið við afgreiðslu fjárlaga; þá voru til peningar.Og ekkert lát er á aukagreiðslum til þingmanna.Ég hef lagt til,að þær verði felldar niður, þar eð fasta kaupið,þingfararkaupið,er orðið svoi hátt.Fasta kaupið er 1,1 milljón kr á mánuði, það dugar og ekki þarf neinar aukagreiðpslur til viðbótar.Formenn nefnda fá 15% álag á þingfararkaup til viðbótar,formenn stjórnmálaflokka fá 50 % álag til viðbótar. Til samanburðar má nefna,að aldraðir og öryrkjar hafa aðeins 239 þús kr fyrir skatt,giftir en 204 þús kr eftir skatt. Þingmenn sem ekki vilja leiðrétta þessa hungurlús ættu að reyna að lifa á þessari upphæð!
 
Björgvin Guðmundsson
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband