Theresa May stóðst vantraustið en er í klúðri með Brexit

Í gærkveldi fór fram atkvæðagreiðsla í þingflokki íhaldsmanna í Bretlandi um það hvort Therea May nyti áfram trausts sem leiðtogi og forsætisráðherra. Hún stóðst vantraustið með 200:117 atkvæðum En hættan er samt ekki liðin hjá.May hefur enn ekki komið Brexit í gegnum þingið; talið að meirihluti þingmanna sé á móti samningum,sem May kom með frá ESB og nú er hætta á að Verkamannaflokkurinn leggi fram vantrauststillögu í þinginu á stjórn May,sem gæti farið í gegn.
Útganga Breta úr ESB hefur frá upphafi verið eitt klúður.Bretar ætluðu upphaflega að fara úr ESB þannig,að þeir losnuðu við að taka við miklum fjölda innflytjenjda en gætu áfram fleytt rjómann af samningi við ESB. EN þeir komust fljótlega að því að þetta var ekki hægt.Samningurinn sem Theresa May fékk við ESB var aðeins hálf útganga og varla það.Samningurinn gerir ráð fyrir,að Bretland verði áfram í tollabandalaginu en það var ekki meining þeirra,þegar þegar þeir samþykktu Brexit.Þetta þýðir t.d. að þeir gætu ekki gert fríverslunarsamninga við aðrar þjóðir eins oig þeir gerðu sér vonir um. - ESB er tollabandalag en auk þess mjög víðtækt samstarf um frelsin fjögur, viðskipti,fjármagnsflutninga,frjálsa för og frjálsa þjónustu.Auk þess er margvíslegt annað samstarf.Bretum var strax gert ljóst,að þeir gætu ekki komið sér undan ábyrgð af flóttamönnum.Þeir verða að taka á móti öllum innflytjendum frá fyrrverandi samveldislöndum, bundnir af samþykktum Sþ eins ig aðrir og sem Evrópuþjóð verða þeir að axla ábyrgð af flóttamannavandamálinu í Evrópu.Um leið og þeir fóru að semja við ESB um eiitthvað áframhaldandi samstarf kom flóttamannavandamálið einnig á dagskrá.-Þingmenn íhaldsins,sem samþykkty Brexit eru ekki ánægðir með samning May um að vera áfram í tollabandalagi ESB. Talið er að samningurinn verði felldur. Hvernig May leysir það mál er ráðgáta. Talið er að hún haldi ekki leiðtogasætinu lengi.
 
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband