Mikið bruðl og óhóf hjá ríkisstjórn og þingmönnum

 

Birtar hafa verið upplýsingar um mikla aukningu ríkisframlaga til stjórnmálaflokkanna. Þeir fengu 648 millj kr í ár og munu fá 40 millj kr meira næsta ár.Ráðnir verða 17 nýir aðstoðarmenn flokkanna á kostnað ríkisins og þannig má áfram telja.Bruðlið er óhóflegt.Á sama tíma sést,að bruðlið hjá þingmönnum ætlar engan endi að taka.Þingmenn fá óhóflegar greiðslur.Þeir fá 1,1 milljón kr á mánuði í laun þó þeir geri ekkert; sitji og taki ekki til máls eða flytji enga tillögu.En ef þeir taka að sér einhver aukastörf,eins og formennsku í nefnd,varaforsetastörf þingsins eða formennsku í flokki fá þeir miklar aukagreisðlur.Þingmaður sem tekur að sér formennsku í nefnd fær 165 þús kr. aukalega á mánuði,einnig ef hann er varaforseti alþingis. Formaður í flokki fær 550 þús.kr á mánuði í aukagreiðslu frá skattgreiðendum.Hvers vegna eiga skattgreiðendur að greiða þóknun flokksformanna.Er ekki eðlilegra að flokkarnir sjálfir greiði það? Síðan eru alls konar aukagreiðslur: Styrkur til að kaupa farsíma,aksturspeningar,sem hafa verið misnotaðir,skrifstofustyrkir og alls konar ferðastyrkir. Venjulegir ríkistarfsmenn fá dagpeninga,þegar þeir fara til útlanda á vegum ríkisins og verða að greiða allan kostnað með dagpeniingunum en þingmenn geta sent reikning fyrir hótelkostnaði til alþingis en fengið samt hálfa dagpeningaupphæð! Ráðherrar senda hótelreikninginn heim en fá samt fulla dagpeninga. Það eru engin takmörk fyrir bruðlinu.-Ráðherrar hafa fjölgað aðstoðarm0nnum mikið.Þegar fyrstu aðstoðarráðherrar voru ráðnir átti að vera einn hjá hverjum ráðherra á deildarstjóralaunum en í dag eru margir aðstoðarmenn hjá hverjum ráðherra á launum sem skaga hátt upp í ráðherralaun.Bruðl.Bruðl!
Á sama tíma og ríkisstjórn og þingmenn velta sér í peningum og óhófi geta þeir ekki samþykkt lífeyri fyrir aldraða og öryrkja,sem dugar til framfærslu Svo naumt er skammtað,að lífeyrir þeirra lægst launuðu dugar ekki fyrir lyfjum og læknishjálp og stundum ekki fyrir mat!!

 
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband