"Róttæki sósialistaflokkurinn" vinnur gegn launahækkun verkafólks!

Róttæki sósialistaflokkurinn" var stofnaður við klofning Alþýðubandalagsins.Stofnendur "Róttæka sósialistaflokksins" komu úr Alþýðubandalaginu.En Alþýðubandalagið varð til við sameiningu Sósialistaflokksins og Málfundafélags jafnaðarnanna,sem Hannibal Valdimarsson stofnaði ásamt nokkrum róttækum Alþýðuflokksmönnum.Sósialistaflokkurinn og Alþýðubandalagið voru róttækir verkalýðsflokkar."Róttæki sósialistafliokkurinn," flokkur KJ, á því rætur sínar að rekja til róttækra verkalýðsflokka.Það er því ömurlegt hlutskipti " Róttæka sósialistaflokksins " í dag að vera í því hlutverki að berjast gegn launahækkunum verkafólks.Lágmarkslaun verkafólks eru í dag 235 þús kr eftir skatt sem engin leið er að lifa af en leiðtogi "Róttæka sósialistaflokksins " KJ telur að þessi laun eigi að vera óbreytt eða í mesta lagi að hækka um 1-2%! Ömurlegt hlutskipti flokks,sem myndaður er úr verkalýðsflokkum og var róttækur en er það ekki lengur.Í dag vinnur flokkurinn gegn kjarabótum verkafólks og heldur niðri lífeyri aldraðra og örykja, í þeim tilgangi að geta verið í stjórn með íhaldi og framsókn.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband