Auka þarf hlut launafólks á kostnað atvinnurekenda!

Allt bendir til þess,að verkalýðsfélögin Efling,VR,Verkalýðsfélag Akraness og verkalýðsfélagið á Húsavík muni hafa samflot í kjaradeilunni,sem framundan er.Það er rétt skref að mínu mati.Þessi félög eru að hugsa um að vísa deilunni strax til ríkissáttasamjara.Ég tel það einnig rétt skref,þar eð málamyndaviðræður með SA eins og þær hafa verið undanfarið skila engu.SA er önnum kafið við að safna áróðursgögnum gegn verkalýðshreyfingunni; gögnum um að enginn grundvöllur sé fyrir launahækkunum.Hvenær hefur SA talið grundvöllk fyrir launahækkunum.Aldrei í þau 70 ár,sem ég hef fylgst með kjaramálum.Það er alveg sama hvað fyrirtækin græða mikið,alveg sama hvað góðærið er mikið: Aldrei er grundvöllur fyrir kjarabótum verkafólks.Atvinnurekendur telja alltaf að þeir eigi að fá vinnuaflið á útsöluverði.Því miður hefur ríkisstjórn KJ að þessu sinni tekið undir áróður SA um að ekki sé grundvöllur fyrir kjarabótum verkafólks.Svo kemur drengurinn,sem fæddist með silfurskeið í munninum, BB,nú hlaupandi og hefur í hótunum við verkalýðshreyfinguna og spyr af hverju íslensk verkalýðshreyfing geti ekki haft þetta eins og erlendis,þ.e. ekki skipt meira en er til skiptanna? Svarið er þetta: Það er vitlaust gefið á Íslandi.Velferðarkerfið hér stendur langt að baki velferðarkerfinu á hinum Norðurlöndunum.Fyrst verður að leiðrétta velferðarkerfið hér,koma á félagslegum stöðugleika áður en unnt er að semja um laun á svipupðum grundvelli og gert er á hinum Norðurlöndunum.Og það er unnt að semja um hækkun launa þó hagvöxtur sé ekki mikill; það má gera með því að breyta tekjuskiptingunni í þjóðfélaginu; auka hlut launafólks á kostnað atvinnurekenda og fjármagnseigenda.Í dag kemur alltof mikið í hlut atvinnurekenda,útgerðarmanna og annarra en of lítið í hlut launafólks.Þessu verður að breyta.Fyrir 3 árum kyrjaði SA sönginn um að óðaverðbólga skylli á ef samið yrði á þeim nótum,sem samið var og Seðlabankinn spilaði undir.Samningarnirgengu í gegn en engin verðbólga skall á.Nú eru launakröfur heldur minni en síðast en sami söngur sunginn af hálfu SA,ríkisstjórnar og Seðlabanka en söngurinn er orðinn falskur!

 
 
 
Björgvin Guðmundsson
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband