Alvarlegri framúrkeyrsla hjá ríki en borg!

Landsmálafélagið Vörður hefur sofið svefninum langa undanfarið og ekki heyrst neitt í félaginu þó landsfeðurnir hafi brotið mikið af sér.En félagið vaknaði allt í einu af værum blundi til þess að ráðast á Dag B.Eggertsson borgarstjóra,sem nýlega hefur unnið sigur í kosningum.Það er ný lína hjá Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórn með aðstoð Miðflokksins (Klausturflokksins) að una ekki úrslitum kosninga heldur að reyna með ruddalegum áróðri að ná þeim árangri sem ekki náðist í kosningum! Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn með aðstoð Klausturflokksins (Miðflokksins) hamast á Degi B.Eggertssyni,borgarstjóra út af einhverju braggamáli en endurbygging braggans fór fram úr áætlun.Upplýst hefur verið að tveimur embættismönnum borgarinnar urðu á mistök í þessu braggamáli og þá vilja Sjálfstæðisflokkur og Klausturflokkurinn að Dagur segi af sér. Það er hlægilegt.Fram hefur komið að Dagur vissi varla af þessu braggamáli.Ég var í 20 ár aðal- og varafulltrúi í borgarstjórn og aldrei hvarflaði að okkur í minnihlutanum að krefjast afsagnar borgarstjóra Sjálfstæðisflokksins þó einhverjum embættismönnum yrðu á mistök.Þessi krafa er hlægileg og fráleit þar eð Dagur er mjög vandaður maður og einstakt prúðmenni.Sjálfstæðisflokkurinn hefur látið Vigdísi Hauksdóttur úr Klausturflokknum (Miðflokknum) leiða sig á villigötur.Nær væri að Vigdís og Sjálfstæðismenn í borgarstjórn mundu krefjast þess að hiniir seku þingmenn af Klaustrinu segðu af sér.- Framúrkeyrsla er miklu alvarlegri hjá ríkinu en borginni.T.d. hafa Vaðlaheiðargöng farið hátt í 10 milljörðum fram úr áætlun og eru komin í 17 milljarða; það eru ekki smáaurar eins og í braggamálinu. Nýr Landsspítali er einnig kominn nú þegar tugi milljarða fram úr áætlun.Þar er verkefni fyrir Vörð og sjálfstæðismenn í borgarstjórn ef þeir vilja taka alvarleg mál fyrir.Vörður gæti einnig gert ályktun um leiðtoga sinn,BB,sem stakk skýrslu um skattaskjólin undir stól og lét stöðva umfjöllun Stundarinnar um óheppileg viðskipti hans í Glitni banka.Þau mál kalla fremur á afsögn leiðtogans en braggamálið á afsögn borgarstjóra.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband