Lífeyri haldið niðri frá 2013

 

Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa lengst af farið með völd í landinu frá 2013.Hluta úr árinu 2017 leysti Viðreisn og Björt framtíð Framsókn af ( í 8 mánuði) og 30.nóv. 2017 kom "Róttæki sósialistaflokkurinn inn í stjórnina sem viðbótarhækja með íhaldinu en stjórnarstefnan breyttist ekkert við það! Allan þennan tíma hefur lífeyri aldraðra og öryrkja verið haldið niðri þó laun hafi hækkað mikið t.d. árið 2015,þegar miklar almennar launahækkanir áttu sér stað,15-40% hækkanir en lífeyrir hækkaði þá aðeins um 3%! Þetta var brot á lögum,þar eð samkvæmt lögum á lífeyrir að hækka í samræmi við hækkun launa.Allan þennan tíma frá 2013 hefur verið níðst á öldruðum og öryrkjum í kjaramálum og lífeyri haldið við fátæktarmörk og engu skeytt þó lífeyrir hafi ekki dugað til framfærslu og lyf,læknishjálp og stundum matur orðið útundan.Þetta er lögbrot og mannréttindabrot; núverandi stjórn heldur uppteknum hætti,níðist á öldruðum og öryrkjum í kjaramálum,hækkar lífeyri ekkert og ætlar að hækka lífeyri næsta ár minna en nemur verðbólgu,þ.e. um enga raunhækkun.Áfram er níðst á öryrkjum og svikist um að afnemaa krónu móti krónu skerðingu en þau svik hafa nú staðið í 24 mánuði.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband