Almannatryggingar á Íslandi reka lestina í samanburði slíkra trygginga erlendis!

Í grein minni um almannatryggingar,sem birtist í Mbl síðasta fimmtudag,kemur fram,að íslensku almannatryggingarnar voru í fremstu röð slíkra trygginga í V-Evrópu þegar þær voru stofnaðar 1946.Í dag reka þær lestina meðal slíkra trygginga!Þær hafa drabbast niður í samanburði við slíkar tryggingar á hinum Norðurlöndunum og annars staðar í V-Evrópu.Hvað gerðist? Íslenskir stjórnmálamenn brugðust.Ein stærsta ástæðan er sú,að farið var að skerða lífeyri almnannatrygginga hjá þeim,sem sparað höfðu í lífeyrissjóð.Íslenskir stjórnmálamenn stóðust ekki þá freistingu að spara fyrir ríkið á kostnað lífeyrisþega.Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var sagt við launþega: Lífeyrissjóðirnir verða hrein viðbót við almannatryggingar.Alþýðusambandið lýsti þessu yfir.En þetta var svikið.Ríkið hirðir drjúgan hluta af lífeyrissjóðunum eða ígildi þess,þegar launþegar komast á eftirlaunaaldur. Þetta verður að stöðva ella er hætt við því að launþegar hætti að greiða í lífeyrissjóð. Ríkið greiðir miklu hærri hlut landsframleiðslu til eftirlauna aldraðra á hinum Norðurlöndunum og innan OECD ríkja en hér á landi, samt er hagvöxtur meiri hér en á hinum Norðurlöndunum og Ísland er 11.ríkasta land í heimi.Það er verið að níðast á eldri borgurum. Þeir eiga að geta haft það gott á eftirlaunaaldri en svo er ekki.Aðeins hluti eldri borgara hefur áhyggjulaust ævikvöld en mikiill hluti eldri borgara kvíðir morgundeginum.Þessu verður að breyta.Það verður að leiðrétta kjör eldri borgara og það verður að gera það strax. Það verður að stöðva skerðinguna og það verður að gera það nú þegar.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband