Forgangsröðin: Kjarabætur útgerðarmanna: 4 milljarðar kr.-kjarabætur aldraðra og öryrkja: 0 kr !

Það tók ekki langa stund fyrir stjórnarflokkana að koma 4 ra milljarða kjarabótum útgerðarmanna gegnum þingið en það hefur ekki dugað allt árið til þess að afgreiða kjarabætur til lægst launuðu aldraðra og öryrkja.Útgerðarmenn áttu ekki erfitt með að ná endum saman í heimilishaldinu.Þeir gáfu leyst út sín lyf og komist til læknis.Þeir höfðu einnig nóg að borða. En öðru máli gegndi um lægst launuðu aldraða og öryrkja. Þeir gátu ekki leyst út lyfin sín og þeir höfðu ekki efni á að fara til læknis.Stundum hafði þessi hópur aldraðra og öryrkja ekki nóg fyrir mat og varð að snúa sér til ættingja eða hjálparstofnana.Hvernig geta ráðherrarnir haldið jól,þegar þeir hafa það á samviskunni að hafa hummað það fram af sér allt árið að leysa vanda þessa fólks.Formanni FEB í Rvk og framkvæmdastjóra liggur þungt orð til stjórnarinnar út af þessu máli; þeir telja um svik að ræða gagnvart þessum hópi eldri borgara.Það er búið að vera að athuga allt árið hvort bæta þurfi kjör lægst launuðu aldraðra og öryrkja og hvað mikið.Niðurstaðan liggur ekki fyrir enn þegar nokkrir dagar eru eftir af árinu.-"Róttæki sósialistaflokkurinn",sem leiðir ríkisstjórnina, lofaði ekki útgerðarmönnum neinum kjarabótum fyrir kosningar en flokkurinn lofaði öldruðum hækkun lífeyris sú hækkun er ekki komin enn.Lífeyrir aldraðra hefur ekki hækkað um eina krónu allt árið að frumkvæði stjórnarinnar.En veiðigjöldin voru lækkuð um 4 milljarða! Forgangsröðin er skýr.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband