Met í slæmri framkomu við lægst launuðu aldraða og öryrkja!!

 

 
Óánægja lægst launuðu aldraðra og öryrkja hefur magnast dag frá degi undanfarið.Óánægjan beinist að stjórn "Róttæka sósialistaflokksins" og formanni hans,sem veitir stjórninni forstöðu.Flokkurinn lofaði kjarabótum í kosningunum 2017,lofaði hækkun lífeyris.Það hefur verið svikið.Félagi eldri borgara í Reykjavík var einnig lofað kjarabótum fyrir þennan hóp.Skipaður var starfshópur,sem átti að skila áliti og tillögum um kjarabætur á árinu en það hefur einnig verið svikið.FEB sýndi mikla biðlund allt árið og trúði því að staðið yrði við falleg loforð.en fyrir nokkru brast þolinmæðin. Og formaður FEB lýsti á heimasíðu félagsins vonbrigðum sínum, sagði um hrein svik að ræða.Framkvæmdastjóri félagsins hefur tekið undir málflutning formannsins í þessu efni.Mér kom þetta ekki á óvart.Löng samskipti mín við stjórnvöld,er ég var formaður kjaranefndar FEB,leiddu í ljós,að ekkert var að marka fallegar yfiirlýsingar stjórnvalda eða loforð til eldri borgara og má heita að sama hafi verið hvaða flokkur átti í hlut.Það eina sem stjórnvöld skildu var harka.Ég hafði því ekki mikla trú á samninga-og friðarvilja formanns FEB í Rvk.Og hann hefur nú rekið sig á vegg eins og fleiri.Stjórnvöld virðast staðráðin í að halda kjörum aldraðra og öryrkja niðri við fátæktar-og sultarmörk.Það má segja,að það sé verið að svelta lægst launuðu aldraða og öryrkja,þegar yfirstéttin veltir sé í peningum og óhófi og millistéttin hefur einnig yfirdrifið nóg.Oft hafa stjórnvöld komið illa fram við aldraða og öryrkja en ég tel,að núverandi stjórn undir forustu " róttæka sósialistaflokksins" hafi slegið öll met í því efni.Kjósendur þurfa að muna þessa framkomu.
 
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband