Berjast fyrir launum skv neysluviðmiði velferðarráðuneytisins!

Þrír verkalýðsforingjar voru í viðtali á Útvarpi Sögu í gærkveldi um kjaramálin og stjórnmálin. Gunnar Smári ræddi við þá.Verkalýðsforingjarnir voru þessir: Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar,Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Vilhjálmur Birgissson,formaður Verkalýðsfélags Akraness.Vilhjálmur sagði,að kröfur verkalýðshreyfingarinnar í kjaradeilunni nú væru rétt nægjanlegar til þess að tryggja verkafólki þau laun,sem velferðarráðuneytið teldi að þurfti til framfærslu samkvæmt neysluviðmiði ráðuneytisins.Árið 2015 hefði KJ, forustumaður flokksins,sem leiddi ríkisstjórnina, barist fyrir nákvæmlega sömu launum.En nú væri talið að nákvæmlega sömu laun mundu setja efnahagslífið í uppnám!
Verkalýðsforingjarnir voru sammála um,að KJ hefði brugðist.Ekki væri staðið við nein kosningaloforð.Verkalýðsforingjarnir voru sammála um að hvika ekki frá þeim launum,sem mundu tryggja verkafólki mannsæmandi laun.
Ég er sammála þeirri stefnu.Ég tel Íslandi til skammar,að lægstu laun á Íslandi skuli í dag vera 235 þús kr á mánuði eftir skatt.Það lifir enginn af þeirri hungurlús.Stjórnvöld berjast gegn því,að .þessi hungurlús hækki og um leið berjast þau gegn því,að lægsti lífeyrir hækki.Stjórnvöld vilja hafa hvort tveggja við fátæktarmörk,við sultarmörk."Róttæki sósialistaflokkurinn " vill í dag halda launum og lífeyri niðri svo flokkurinn fái áfram að vera í stjórn með íhaldinu.Það er gjaldið sem þarf að greiða fyrir hégómann,há laun og hlunnindi!!
 
Björgvin Guðmundsson
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband