Sök stjórnar,að atvinnurekendur bjóða ekkert!

Samningar verkalýðshreyfingarinnar við atvinnurekendur á almennum vinnumarkaði renna út um áramót en atvinnurekendur hafa samt ekki boðið eitt einasta prósent í kauphækkun.Ég tel það að miklu leyti sök ríkisstjórnarinnar.Ráðherrarnir hafa í tíma og ótíma verið að kjafta um það að sennilega væri ekkert svigrúm hjá atvinnulífinu fyrir launahækkanir; þetta sjónarmið var meira að segja sett strax inn í stjórnsarsáttmálann!Þó var niðursveifla efnahagslífsins ekki byrjuð þá en íhaldinu þótti best að setja þetta inn í sáttmálann strax og ekki stóð á KJ að styðja þetta sjónarmið.Þar gekk ekki hnífurinn á milli BB og KJ.Og hefur ekki gert síðan.
Þarna var línan mörkuð og SA hefur fylgt henni dyggilega.Í öðru orðinu segir stjórnin,að atvinnurekendur eigi að semja en í hinu orðinu markar stjórnin stefnuna og leggst gegn kauphækkunum.Stefna BB gildir: Engar kauphækkanir enga hækkun lífeyris.- Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila til funfar nú milli jóla og nýárs en ég á ekki von á,að neitt gerist nema þá það,að fram komi ,að SA bjóði engar launahækkanir en þeir bjóða sennilega viðræður um styttingu vinnutíma og ef til vill um ráðstafanir í húsnæðismálum,sem þeir ætlast til að stjórnin leysi. Sennilega hefði verið skynsamlegra að boða stjórnina til fundar í stað SA enda er SA í skjóli stjórnarinnar.
 
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband