Bréf til Ómars Sigurðssonar!

 

 Árið 2008 lagði Jóhanna Sigurðardóttir,þá félagsmálaráðherra,til í samráði við Alþýðusamband Íslands og aðra aðila vinnumarkaðarins,að tekin yrði upp afkomutrygging eða lágmarksframfærsluviðmið fyrir öryrkja.Þetta náði fram að ganga og var talin góð kjarabót og framför fyrir öryrkja.Ég vil því spyrja þig um eftirfarandi og óska eftir heiðarlegu svari:Varstu fylgjandi þessari breytingu,þ.e. að tekið væri upp lágmarksframfærsluviðmið fyrir öryrkja? Telurðu,að þetta hafi verið rétt skref og verið til hagsbóta fyrir öryrkja? Með heiðarlegu svari á ég við að þú svarir spurningum mínum án útúrsnúninga.Það eina sem ég fer fram á er,að þú svarir því hvort þú hafir verið fylgjandi þessari breytingu 2008 og/eða teljir í dag,að breytingin hafi verið rétt 2008 og til hagsbóta fyrir öryrkja.
Varðandi krónu móti krónu skerðingu: Ég hef gagnrýnt skerðinguna og svik Framsóknar,íhalds og síðar VG við að afnema skerðinguna.Fáir hafa gagnrýnt þessa skerðingu meira en ég; hef gert það í blaðagreinum og hér á Facebook.Ég hef ekki séð mikla gagnrýni frá þér á þessa skerðingu.Kannski hefur hún farið framhjá mér!
 
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband