Er málfrelsi á Íslandi?

Í stjórnarsáttmálanum segir,að efla eigi Alþingi og auka samstarf milli stjórnar og stjórnarandstöðu.Ekkert hefur verið gert í þessu efni nema síður sé.Reynsla stjórnarandstöðunnar er sú,að frekar hafi verið farið í öfuga átt í þessu efni.Í Kryddsíld í dag skýrði Logi Einarsson formaður Samfylkingar frá því,að tillaga Samfylkingar um að auka fjárveitingar til heilbrigðisstofnana úti á landi hefði verið felld.En nokkru síðar og eftir að þingið hafði lokið störfum tilkynnti heilbrigðisráðherra að hann hefði ákveðið að láta heilbrigðisstofnanir úti á landi fá rúmlega 500 millj kr viðbótarfjárveitingu; ráðherra fór framhjá þinginu með tilmálið!Alþingi fer með fjárveitingavaldið. Ekki var það til þess að efla Alþingi eða auka veg þess.Og ekki var það til þess að auka samstarf við stjórnarandstöðuna að hundsa bæði þing og stjórnarandstöðuflokk í málinu- Talsmaður þess að auka veg þingsins,KJ,snéri út úr málinu í Kryddsíld og sagði,að Samfylkingin ætti að gleðjast yfir aukinni fjárveitingu til heilbrigðisstofnana úti á landi!-Áhuginn á að bæta samstarf stjórnar og stjórnarandstöðu er ekki meiri en svo,að fjármálaráðherra hældi sér af því að hafa fellt allar tillögur stjórnarandstöðunnar við fjárlögin á alþingi.

Í Kryddsíld í dag sagði Katrín Jakobsdóttir að á Íslandi mættu menn tala ( það væri málfrelsi) En er það svo.Ég hef áður sagt frá því,að ritfrelsi var heft þegar undirskriftasöfnun til hagsbóta fyrir aldraða var undirbúin. Og Facebook stöðvar hvað eftir annað   gagnrýni á ríkisstjórnina,sem skrifuð er á Facebook.Það er því alls ekki fullt málfrelsi á Íslandi.

  Björgvin Guðmundsson 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband