Ekkert að marka tal um samstarf þvert á flokka og um aukin völd þingsins!

Ég las áramótagrein formanns "Róttæka sósialistaflokksins",sem veitir stjórninni forstöðu í trausti þess,að ég mundi sjá hvað þessi "róttæki" flokkur ætlaði að gera til þess að bæta hag þeirra verst stöddu í samfélaginu.En ég fann ekkert.Það var ekkert að finna.Í staðinn sá ég alls konar beinar og óbeinar afsakanir fyrir því að vinna með "höfuðandstæðingnum" Sjálfstæðisflokknum. Ég sá eftirfarandi:"Sjaldan hefur það (Því) verið mikilvægara að sýna fram á að það er hægt að taka tillit til ólíkra sjónarmiða,miðla málum og vinna samhent að sameiginlegum markmiðum,þvert á flokka,samfélaginu öllu til heilla". Þetta er ágætur rökstuðningur fyrir því að vinna með Sjálfstæðisflokknum.Og um leið er það rökstuðningur fyrir því að gera ekkert til þess að bæta hag launamanna og lífeyrisþega.Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki áhuga á því.En flokkurinn villdi lækka veiðigjöldin um 4 milljarða og það var keyrt gegnum þingið á methraða.
Allt blaðrið um aukin völd þingsins og aukið samráð við stjórnarandstöðuna er bull. Stjórnarflokkarnir meina ekkert með- þessu tali,forustuflokkurinn meinar ekkert með því.Það er gert þveröfugt.Tilvitnunin hér að ofan um nauðsyn þess að vinna þvert á flokka og að taka tillit til ólíkra sjónarmiða er innantómt blaður sem engin meining er á bak við. -Sigmundur Davíð hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði í kryddsíldinni,að ólíkir flokkar yst frá hægri til vinstri hefðu myndað stjórn um að gera ekki neitt!.
 
Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ingólfsson

Ríkisstjórnin er ekki dæmd af verkum sínum sagði Katrín Jakobsdóttir. Af hvaða verkum????

Guðmundur Ingólfsson, 1.1.2019 kl. 02:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband