Er best að losa sig við þingið??

 

Nýlega er búið að samþykkja samgönguáætlun á alþingi.Ekkert er minnst á veggjöld í henni enda var Sigurður Ingi,sem nú er samgönguráðherra á móti veggjöldum í kosningabaráttunni haustið 2017.En eftir að þingið hafði afgreitt samgönguáætlun fóru fulltrúar ríkisstjórnarinnar að vinna að því í bakherbergjum þingsins að tekin væru upp veggjöld.Og í framhaldi af því tala þeir um veggjöld eins og þau hafi verið samþykkt á þinginu en svo er ekki.Ljóst er,að þingið þvælist fyrir þeim!Það hlýtur því að hvarfla að þeim að best sé að losa sig við þingið!
Það er búið að taka af bíleigendum og kaupendum bílaeldsneytis gífulega háar upphæðir fjármuna,sem áttu að renna í vegaframkvæmdir en þessir fjármunir hafa farið í allt annað.Sumir segja,að þessum fjármunum hafi verið "stolið"!
 
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband